Saga - 2005, Side 103
Mazo Karras gerir ráð fyrir að þeir hafi flestir verið húsþrælar,
enda engin merki um að þeir hafi átt sérstakar vistarverur.13 Slík-
ar vistarverur hafa lengi verið álitnar einkenni samfélaga þar sem
þrælahald var mikilvægt, enda tíðkaðist það í Suðurríkjum
Bandaríkjanna og hugsanlega í Rómaveldi hinu forna. Tore Iver-
sen, sem rannsakað hefur þrælahald í Noregi, hafnar þó þessari
skilgreiningu á þrælahaldi og bendir á að efnahagslegt framlag
þræla geti verið mikilvægt enda þótt þeir búi ekki sér.14 Athugun
á Íslendingasögum bendir til þess að þrælar hafi verið mikilvæg-
ir fyrir landbúnaðarstörf.15 Í Eyrbyggja sögu segir að Arnkell goði
hafi verið „starfsmaður mikill og lét þræla sína vinna alla daga
milli sólsetra“. Í sögunni kemur fram að Arnkell vekur þrælana
um nætur til að sinna heyflutningum og að þeir „unnu alla
daga“.16 Af Eyrbyggja sögu má ráða að þetta hafi verið hefðbund-
in þrælastörf því að í sögunni kemur fram að þrælar Þórólfs bægi-
fóts vinna einnig við heyverk en Snorri goði sendir þræla sína til
að vinna skóg og flytja viðinn heim.17 Vinnuharkan er í samræmi
við bága réttarstöðu þræla en í lögum kemur fram að eigendur
höfðu rétt til að drepa þræla eins og hvert annað búfé, nema á
helgidögum.18
Ef marka má vitnisburð Íslendingasagna voru þrælar fjölmenn-
ir í stétt húskarla en varla hafa þó allir húskarlar verið þrælar.19
Stétt húskarla var trúlega hin vinnandi stétt á Íslandi en bændum
má fremur líkja við stjórnendur. Vissulega eru til sagnir um bænd-
ur sem voru miklir „starfsmenn“ og má þar nefna Skalla-Grím og
Arnkel goða.20 Þeir hafa þó trúlega sinnt sérhæfðum verkum, t.d.
smíðum. Í Vatnsdæla sögu kemur fram að „það var siður ríkra
manna sona í þann tíma að hafa nokkura iðn fyrir hendi“, en sú iðn
F R Á Þ R Æ L A H A L D I T I L L A N D E I G E N D AVA L D S 103
13 Karras, Slavery and Society in Medieval Scandinavia, bls. 81–83.
14 Iversen, Trelldommen, bls. 144–145.
15 Sama heimild, bls. 122.
16 Eyrbyggja saga, Grœnlendinga sƒgur. Íslenzk fornrit 4, útg. Einar Ól. Sveinsson
og Matthías Þórðarson (Reykjavík 1935), bls. 99–100.
17 Eyrbyggja saga, bls. 82, 95–96.
18 Grágás, bls. 276.
19 „Orðið húskarl segir ekki til um, hvort frjáls maður sé eða þræll, en hitt eitt,
að um heimilisfastan mann á bæ sé að ræða.“ Guðbrandur Jónsson, Frjálst
verkafólk á Íslandi, bls. 78.
20 Þorvaldur Thoroddsen telur upp nokkur dæmi um slíkt, sbr. Lýsing Íslands
I–IV (Kaupmannahöfn 1917–1922), IV, bls. 282.
Saga haust 2005-NOTA 23.11.2005 20:10 Page 103