Saga - 2005, Side 104
reynist vera mjög sérhæfð, t.d. laxveiði.21 Í Laxdæla sögu er bú-
skaparháttum Bolla Þorleikssonar hins vegar lýst svo að hann
„hafði verið snemma á fótum um morgininn og skipað til vinnu en
lagðist þá til svefns er húskarlar fóru í brott“.22 Trúlega hafa betri
bændur fremur sinnt slíku starfi heldur en að vera sjálfir við bú-
störf.
Heimili þjóðveldisaldar voru ekki bundin við fjölskyldufólk,
ætlast var til að allir ættu sér grið einhvers staðar og þetta griðfólk
var hluti af heimilinu.23 Þrælar og ambáttir hafa verið lægst sett
heimilisfólks en vinna þeirra verið mikilvæg jafnvel fram á 12. öld.
Í Íslendingasögum virðist gert ráð fyrir því að griðmenn (húskarl-
ar) taki þátt í fæðardeilum, og griðkonur gátu eggjað menn til
hefnda með sama hætti og skyldmenni.24 Sæmd skipti því heimil-
ið máli sem einingu en síður griðfólk sem einstaklinga. Hið ís-
lenska heimili var lagskipt og húsbóndinn höfuð þess. Ef eitthvað
er að marka vísbendingar um að heimili hafi verið fjölmenn, eða
15–20 manns í heimili, þá var bændastéttin tiltölulega fámennur
hluti samfélagsins.25 Frammistaða húsfreyjunnar innan stokks hef-
ur verið mikilvæg fyrir bóndann og allt heimilið verið „samvirk
heild“ út á við.26
Í rannsóknum á þrælasamfélögum Evrópu hefur sú hugmynd
verið ríkjandi að mannamunur á milli húskarlastéttar og bænda
S V E R R I R J A K O B S S O N104
21 Vatnsdœla saga, Hallfreðar saga, Kormáks saga. Íslenzk fornrit 8, útg. Einar Ól.
Sveinsson (Reykjavík 1939), bls. 57–58.
22 Laxdœla saga, Halldórs þættir Snorrasonar, Stúfs þáttr. Íslenzk fornrit 5, útg. Ein-
ar Ól. Sveinsson (Reykjavík 1934), bls. 166.
23 Lögheimili fólks var nefnt grið (et.) og þar hafa menn væntanlega átt sér grið
(ft.) Sbr. Sverrir Jakobsson, „Griðamál á ófriðaröld“, Íslenska söguþingið 28.–31.
maí 1997. Ráðstefnurit I, ritstj. Guðmundur J. Guðmundsson og Eiríkur K.
Björnsson (Reykjavík 1998), bls. 117–134 (bls. 117).
24 Um þátt húskarla og kvenna í að skapa illindi sjá t.d. Þorsteins þátt stangar-
höggs, Austfirðinga sƒgur. Íslenzk fornrit 11, útg. Jón Jóhannesson (Reykjavík
1950), bls. 69–74. Í Hrafnkels sögu Freysgoða er hins vegar griðkona nokkur
mikill örlagavaldur, sbr. Austfirðinga sƒgur, bls. 126–127.
25 Sbr. Jón Steffensen, Menning og meinsemdir. Ritgerðasafn um mótunarsögu ís-
lenzkrar þjóðar og baráttu hennar við hungur og sóttir (Reykjavík 1975), bls.
444–446. Gunnar Karlsson telur á hinn bóginn að meðalfjöldi heimilismanna
þurfi ekki að hafa verið meiri en átta, sbr. „Frá þjóðveldi til konungsríkis“,
bls. 5–7.
26 Sjá nánar: Agnes S. Arnórsdóttir og Helgi Þorláksson, „Heimili“, Íslenska
söguþingið 28.–31. maí 1997, bls. 45–56 (bls. 49–52).
Saga haust 2005-NOTA 23.11.2005 20:10 Page 104