Saga - 2005, Blaðsíða 106
hreppnum.33 Engin slík skilyrði eru nefnd í Jónsbók og búðseta var
gefin frjáls með réttarbót Eiríks Magnússonar 1294.34 Einhver mun-
ur virðist hafa verið á stöðu landeigenda og leiguliða, en ekki jafn
mikill og á leiguliðum og búlausum mönnum. Sóknarmenn (hrepp-
stjórar) komu úr röðum landeigenda, en þó máttu aðrir bændur
vera það ef sátt var um.35 Líta má á hreppana sem eins konar gildi,
enda koma orðin hreppsfundur og gildisfundur fyrir sem samheiti
í handritum.36 Meginmerking orðsins „gildi“ virðist þó vera veisla
eða skemmtun. Gildi af því tagi höfðu einnig mikilvægt félagslegt
hlutverk. Seta manna á bekk þar var til vitnis um stöðu þeirra og
álit í samfélaginu. En ekki er ljóst hvort reginmunur var á land-
eigendum og leiguliðum og raunar fátt sem bendir til þess að til
hafi verið stétt stórjarðeigenda, manna sem áttu fleiri en tíu jarðir.
Samt sem áður kann að hafa verið mikill munur á bændum, eft-
ir því hvort þeir sátu stórbýli eða lítils metnar jarðir. Í Þórðar sögu
kakala segir frá gerð „á hendur alþýðu bónda þeirra er þingfarar-
kaupi áttu að gegna í sveit Gissurar þrjú hundruð en á hendur hin-
um stærrum bóndum fimm hundruð.“37 Má ráða af þessu að flest-
ir bændur, „alþýðan“, hafi verið þingfararkaupsbændur, en einnig
hafi verið til hópur betri bænda sem var aflögufær um meira. Ekki
má gleyma því að mikill munur hefur verið á gæðum jarða og
kannski hefur þótt eftirsóknarverðara að eiga góðar jarðir en marg-
ar. Dæmi um mikinn auðmann á 13. aldar vísu er Hafurbjörn Styr-
kársson er átti Guðrúnu Þorláksdóttur, systur Árna biskups. „Þau
voru stórauðig að peningum og engi maður mátti í þann tíma jafn-
ast við Hafurbjörn að híbýlum og búrisnu sá sem í bóndatali var.“38
Hafurbjörn sker sig úr hvað varðar vegleg híbýli og risnu, ekki
hvað varðar fjölda jarðeigna. Jón Viðar Sigurðsson telur að stór-
S V E R R I R J A K O B S S O N106
33 Grágás, bls. 104.
34 Jónsbók. Kong Magnus Hakonssons Lovbog for Island vedtaget paa Altinget 1281 og
Réttarbœtr. De for Island givne retterbøder af 1294, 1305 og 1314, útg. Ólafur Hall-
dórsson (Kaupmannahöfn 1904), bls. 234, 283.
35 Grágás, bls. 180–181.
36 Jón Jóhannesson, Íslendinga saga I–II (Reykjavík 1956–1958), I, bls. 108–109.
37 Sturlunga saga II, bls. 17–18.
38 Árna saga biskups. Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi. Rit 2, útg. Þorleifur
Hauksson (Reykjavík 1972), bls. 73. Helgi Þorláksson telur nærtækast að
skýra auð Hafurbjarnar með tekjum af sjávarútvegi, sbr. Vaðmál og verðlag.
Vaðmál í utanríkisviðskiptum og búskap Íslendinga á 13. og 14. öld (Reykjavík
1991), bls. 446–449.
Saga haust 2005-NOTA 23.11.2005 20:10 Page 106