Saga - 2005, Síða 109
höfum nokkra hugmynd um innhald þess rits. Þá má ætla að Land-
náma hafi frá upphafi verið rituð út frá hagsmunum öflugasta
hluta bændastéttarinnar.46 Óvíst er um hitt, hvort goðorðsmenn eða
helstu höfðingjar innan hvers fjórðungs hafi verið taldir upp í rit-
inu þegar á 12. öld.
Rík tilhneiging virðist vera í Landnámu til að telja upp afkom-
endur landnámsmanna, hvaða ættir séu komnar frá þeim. Sú ætt-
rakning nær þó einungis til næstu kynslóða eftir landnámið. Land-
námuritun er þá til marks um öfluga sjálfsvitund þingfararkaups-
bænda sem voru valdamiklir í sinni sveit frá fornu fari. Hlutverk
Landnámu hefur naumast verið að rekja uppruna goðaveldisins
sem þar kemur lítið eða ekkert við sögu. Upptalning á helstu land-
námsmönnum og höfðingjum á fyrstu áratugum byggðar gæti á
hinn bóginn hafa höfðað til goðorðsmanna, enda eru höfðingjarnir
sem upp eru taldir álíka margir og þeir sem fóru með goðorð á
þingum. Goðorðsmenn hafa verið fremstir meðal jafningja og trú-
lega alltaf komið úr hópi betri bænda, hvort sem miðað er við 10%
eða 25%. Goðar sáu um málarekstur og dómsstörf á þingum, í sam-
vinnu við þingfararkaupsbændur. Mannaforráð erfðust en voru að
hluta til svæðisbundin (við fjórðunga). Goðorð var talið „veldi en
ekki fé“, en eigi að síður má búast við því að goðar hafi einkum
komið úr hópi stærri bænda. Þingfararkaupið hefur verið eins kon-
ar skattur til starfa goðanna og þeir hafa haft tekjur af málarekstri,
en einnig þurftu þeir að halda uppi risnu og berast á. Tekjur goða
af þingfararkaupi hafa varla nægt til þess að losa þá undan bústörf-
um.
Staða goðorðsmanna í lögum var ekki trygg og bændur höfðu
formlegan rétt til að skipta um goða. Þingmenn goða gátu jafnvel
búið á víð og dreif um fjórðunginn og því óvíst að héraðsvöld þeirra
hafi verið í samræmi við völd þeirra á þingi. Í Íslendingasögum er
F R Á Þ R Æ L A H A L D I T I L L A N D E I G E N D AVA L D S 109
110 (1936), bls. 49–58, taldi að höfðingjalisti Landnámu væri runninn frá Ara
fróða. Jón Jóhannesson, Gerðir Landnámabókar (Reykjavík 1941), bls. 72–73, og
Sveinbjörn Rafnsson, Sögugerð Landnámabókar. Um íslenska sagnaritun á 12. og
13. öld. Ritsafn Sagnfræðistofnunar 35 (Reykjavík 2001), bls. 17, töldu hins
vegar báðir að Sturla Þórðarson hefði bætt þessum klausum við. Jakob Bene-
diktsson var þó annarrar skoðunar, sjá Íslendingabók, Landnámabók, bls.
lvii–lviii.
46 Þetta hafa margir haft fyrir satt, t.d. Sveinbjörn Rafnsson, Sögugerð Landnáma-
bókar, bls. 10: „Hagsmunir íslenskra landeigenda, þ.e. höfðingja og stór-
bænda, í byrjun 12. aldar virðast upprunalega búa þarna að baki.“
Saga haust 2005-NOTA 23.11.2005 20:10 Page 109