Saga - 2005, Page 113
mannskapar, hefir hann auðgaður verið góðum verkum umfram
flesta aðra sér samtíða“. Í þessu dæmi vísar stéttarhugtakið til mis-
munandi aldursskeiða eða ástands af því tagi. Orðið „stétt“ í
annarri merkingu en „göngustígur“ finnst ekki í Sturlungu, Íslend-
ingasögum eða öðrum þeim bókmenntum sem gjarnan hafa verið
kallaðar veraldlegar. Trúlega hefur notkun þess í tengslum við
félagslega stöðu manna aukist þegar leið á miðaldir og þá einkum
í bókmenntum sem voru trúarlegs eðlis.55
Klerkar virðast hafa verið eina stéttin sem skilgreindi sig sem
slíka. Jarteinabók af Maríu guðsmóður er skipað niður „eftir stétt-
um að því skjótara megi finna það sem hver vill. Hin fyrsta bók er
af byskupum og öðrum klerkum; önnur bók er af ábótum og
klaustramönnum; hin þriðja af konungum og öðrum veraldar-
mönnum; hin fjórða er af líkneskjum guðs móður og af þeim henn-
ar kirkjum er menn fengu heilsu af“.56 Þrátt fyrir fjórskiptingu eru
stéttirnar í raun þrjár og minna á hefðbundna niðurskipun í ritum
munka á ármiðöld.57
Í handritinu AM 764, 4to er gerð grein fyrir veraldlegri stétta-
skiptingu svohljóðandi: „Svo segir Ymago mundi að frá Sem sé
komnir kóngar en af Jafed riddarar en frá Kam þrælar.“58 Þessi
flokkun á sér hliðstæðu í verkum sem menn telja byggjast á inn-
lendum arfi, t.d. Rígsþulu. Sú stéttarvitund sem birtist í íslenskum
miðaldaheimildum tengist fyrst og fremst lögstéttum og er trúlega
mótuð af erlendri umræðu.
Klerkar höfðu sérstöðu í lagalegum skilningi og einnig efna-
hagslegum upp að vissu marki. Biskup og prestar fengu greidd
laun af tíundinni en það fé hefur þó varla dugað til að halda uppi
sjálfstæðri stétt presta. Í sögu Páls biskups Jónssonar segir að á hans
dögum hafi prestar í Skálholtsumdæmi verið 190 (en kirkjur 220).59
F R Á Þ R Æ L A H A L D I T I L L A N D E I G E N D AVA L D S 113
55 Flest dæmi í orðabók Fritzners eru úr Íslenskum ævintýrum, sem safnað var
saman á 14. og 15. öld.
56 Mariu saga. Legender om jomfru Maria og hendes jertegn efter gamla haandskrifter,
útg. C. R. Unger (Christiania 1871), bls. 689.
57 Mikilvægasta ritið um þessa þróun er enn Georges Duby, Les trois ordres ou
l’imaginaire du féodalisme (Paris 1978).
58 Peter Springborg, „Weltbild mit Löwe. Die Imago mundi von Honorius
Augustodunensis in der Altwestnordischen Textüberlieferung“, Quaterni
linguistici e filologici 3 (Università di Macerata 1988), bls. 167–219 (bls. 188).
59 Byskupa sƒgur. Editiones Arnamagnæanæ. Series A 13,2, útg. Jón Helgason
(Kaupmannahöfn 1978), bls. 421.
Saga haust 2005-NOTA 23.11.2005 20:10 Page 113