Saga - 2005, Síða 114
Trúlega hafa flestir þeirra unnið fyrir sér með búskap. Eigi að síður
urðu nú til kirkjumiðstöðvar, kirkjur með þrjá eða fleiri klerka sem
höfðu fengið ríkulega heimanfylgju. Flestar slíkar miðstöðvar voru
sjálfseignarstofnanir, svonefndir staðir.60 Aðeins fáir staðir munu
hafa haft fjóra klerka eða fleiri. Í þann hóp komust aðeins níu stað-
ir í Skálholtsbiskupsdæmi og þrír í Norðlendingafjórðungi, auk
klaustra.61
Tekjur kirkjumiðstöðva voru misjafnar. Í bréfi frá 1320 er fullyrt
að Jón Ögmundsson hafi veitt hluta af biskupstíundum Hólastaðar
til að stofna klaustur á Þingeyrum.62 Ekki er víst að öll klaustur hafi
haft tekjur af tíundum, en þá komu til fégjafir, tekjur af leigujörðum
eða sektarfé.63 Í klaustrum varð til stétt munka, sem ekki höfðu at-
vinnu af búskap. Hún var þó fámenn fyrst í stað. Á 12. og 13. öld
eru þó nokkur dæmi þess að höfðingjar sem dregið höfðu sig út úr
ys íslenskra stjórnmála hafi fengið þar náðuga vist í ellinni, t.d.
Þorgils Oddason, Guðmundur dýri, Sigurður Ormsson og Þorvald-
ur Gissurarson. Á því má sjá að á klausturvist hefur verið litið sem
forréttindi. Að klaustrunum söfnuðust jarðeignir, hægt framan af,
en á þeim heimildum sem eru til frá 14. öld má sjá að jarðeignasöfn-
unin hefur þá færst mjög í aukana.64
Björn Þorsteinsson kallaði goðorðsmenn þjóðveldisins erfða-
aðal og varð tíðrætt um forréttindastöðu þeirra á þingi.65 Trúlega
mætti þó fremur skilgreina kirkjubændur sem forréttindastétt, þar
S V E R R I R J A K O B S S O N114
60 Um staði, sjá: Magnús Stefánsson, Staðir og staðamál. Studier i islandske egen-
kirkelige og benficialrettslige forhold i middelalderen I. Historisk Institutt. Uni-
versitetet i Bergen. Skrifter 4 (Björgvin 2000), bls. 12, 21, 34, 192–193.
61 Benedikt Eyþórsson, „Í þjónustu Snorra. Staðurinn í Reykholti og klerkar þar
í tíð Snorra Sturlusonar“, Sagnir 23 (2003), bls. 20–26 (bls. 22–23).
62 „Gaf þessi sami heilagur og göfugur biskup kirkjunni og klaustrinu til ævin-
legs uppheldis biskupstíundir svo miklar sem verða af þrettán kirkjusóknum
fyrir vestan Vatnsdalsá. Lágu þessar tíundir frjálslega undir Þingeyraklaust-
ur á dögum átta Hólabiskupa þar til er Jörundur Hólabiskup tók þær undan
með valdi en engu lagaprófi.“ Diplomatarium Islandicum. Íslenzkt fornbréfasafn
II. 1253–1350, útg. Jón Þorkelsson (Kaupmannahöfn 1893), bls. 494–495.
63 Þegar Oddur Þórarinsson (d. 1255) var leystur úr banni eftir lát sitt, árið 1279,
skipti Jörundur biskup Þorsteinsson (d. 1313) sektarfénu milli klaustra og hef-
ur það þótt eftirbreytnivert. Árna saga biskups, bls. 65.
64 Um Helgafellsklaustur, sbr.: Helgi Þorláksson, Vaðmál og verðlag, bls. 453.
65 Björn Þorsteinsson, Íslenska þjóðveldið (Reykjavík 1953), bls. 99; Björn Þor-
steinsson, Íslensk miðaldasaga (Reykjavík 1978), bls. 17, 51, 54.
Saga haust 2005-NOTA 23.11.2005 20:10 Page 114