Saga - 2005, Page 117
þeirri ætt, eigi síður en ætt Sturlunga, enda var náinn vinskapur
með Sighvati og mágum hans framan af. Sturlungar voru kenndir
við ættföðurinn Hvamm-Sturlu, en það eru þó einkum synir hans
og sonarsynir sem koma við sögu undir þessu heiti. Fleiri höfð-
ingjaættir voru kenndar við bústað og fer þá ætt og búseta saman.
En ef menn brugðu búi skipti ættin gjarnan um nafn, eins og ætt
Mosfellinga sem varð að Haukdælum.71 Ísland þjóðveldisaldar var
því einungis ættasamfélag í þeirri víðtæku, og um leið ónákvæmu,
merkingu sem Einar Olgeirsson o.fl. hafa léð því orði.72 Náinn
skyldleiki hefur skipt meira máli en tengsl við stofnætt. Guðrún
Nordal hefur bent á að systkinabörn sýni yfirleitt samstöðu sín á
milli í Sturlungu (nánar tiltekið Íslendinga sögu Sturlu Þórðarson-
ar), enda þótt út af geti brugðið.73
Ástæðan fyrir því að hluti goðorðsmanna gat skattlagt bændur
á tilteknu landsvæði er væntanlega sú að valdahlutföll heima í hér-
aði höfðu raskast. „Héraðsstjórn“ hætti að vera verkefni hóps
manna sem kepptu um völd og metorð sín á milli og varð í aukn-
um mæli verkefni eins höfðingja. Þetta ástand var ríkjandi á viss-
um svæðum á síðari hluta 12. aldar en ósannað mál að slík „ríki“
hafi orðið til löngu fyrir þann tíma. Ríki Ásbirninga í Skagafirði
virðist standa á gömlum merg á 13. öld og er trúlega orðið til um
1180 en kannski ekki miklu fyrr. Ef litið er til annarra valdaætta þá
er staða Haukdæla í Árnesþingi sæmilega traust á 13. öld en samt
er vitað um aðra goðorðsmenn í því héraði laust fyrir 1200.74 Ríki
F R Á Þ R Æ L A H A L D I T I L L A N D E I G E N D AVA L D S 117
71 Samkvæmt Sturlungu voru það afkomendur Teits Ísleifssonar (d. 1110) sem
kölluðust Haukdælaætt. Sama heimild, bls. 309, 314.
72 Einar Olgeirsson gerði ekki ráð fyrir því að Ísland þjóðveldisaldar hefði ver-
ið ættasamfélag, heldur hefðu „einstaklingar með allar dyggðir hins gamla
ættasamfélags enn í brjósti sér“ lent í „þjóðfélagsumhverfi, sem endurlífgar
ýmislegt af því góða í gamla ættasamfélaginu, en veitir þó einstaklingnum
meira frjálsræði til að njóta einstaklingseðlis síns og þroska það heldur en
áður var hægt í því mannfélagi.“ Einar Olgeirsson, Ættasamfélag og ríkisvald í
þjóðfélagi Íslendinga (Reykjavík 1954), bls. 72.
73 „In Íslendinga saga the relationship between first cousins is widely recorded,
and in the majority of cases solidarity prevails. Yet in roughly one third of the
relationships there is evidence of disloyalty.“ Guðrún Nordal, Ethics and action
in thirteenth-century Iceland. The Viking Collection. Studies in Northern civi-
lization 11 (Odense 1998), bls. 99.
74 Sbr. Gunnar Karlsson, Goðamenning, bls. 227–228.
Saga haust 2005-NOTA 23.11.2005 20:10 Page 117