Saga - 2005, Side 118
Oddaverja í Rangárþingi var ekki langlíft, var í hámarki 1190–1
220.
Ástæðan fyrir auknum völdum sumra goðorðsmanna er trúlega
aukin krafa bænda um frið og stöðugleika. Öflugir goðorðsmenn
gátu boðið upp á slíkt en ávallt í bandalagi við helstu stórbændur í
héraðinu. Hér skipti vinátta sem pólitískt fyrirbæri máli og vináttu-
bönd sem voru styrkt með gjöfum og gagnkvæmri aðstoð. Jón Við-
ar Sigurðsson telur að þingmenn og vinir hafi nokkurn veginn
myndað sama hópinn en bendir þó á fyrirbærið „beggja vinur“ sem
oft er nefnt í tengslum við deilur. Hann telur vini mikilvægari
stuðningshóp goðorðsmanna en frændur eða mága. Þeir hafi verið
kjarni stuðningsmanna goðans, en einnig hafi þingmenn, frændur
og mágar goðans talist til þessa hóps. Það undirstrikar, að mati Jóns
Viðars, mikilvægi persónutengsla fyrir völd og áhrif goða.75 Þannig
var ástandið fram að 1262, en konungstakan kann að hafa breytt
nokkru um. Það hefur verið lítt rannsakað til þessa.
Hér skiptir greinilega miklu máli hvers vegna stórbændur
völdu að veðja á einn goða fremur en annan og þá má rökstyðja að
sæmdarhugtakið skipti máli. Að mati Helga Þorlákssonar réðu
stórbændur „miklu um það hverjir urðu fyrir valinu og komu fót-
unum undir efnilega goða, fengu þeim jafnvel góðar ábýlisjarðir“,
en hann telur að „góðir persónulegir eiginleikar hafi reynst nauð-
synlegir til að afla virðingar“.76 En hvaða eiginleikar voru það?
Meðal þess sem Helgi nefnir eru fagrar veislur og byggingar, sem
sýndu fram á getu fyrirmanna.77 Einnig mætti nefna mikilvægi
þess að hafa siðað sig að hætti góðra manna erlendis. Rétt er að hafa
í huga að skeið valdasamþjöppunar á Íslandi var trúlega skamm-
S V E R R I R J A K O B S S O N118
75 „Friends were the most important element in the power base of the chieftains,
and they formed the nucleus of the chieftains’ supporters. A large majority of
the chieftains’ assembly men, kinsmen and in-laws belonged to this group. It
is confusing that the term used for friendship is so comprehensive that at
times it overshadows the terms for assembly men, kinsmen and in-laws.
However, this underlines that it was the personal ties that were the determin-
ing factor when it came to the power and authority of the chieftains.“ Jón Við-
ar Sigurðsson, Chieftains and power in the Icelandic Commonwealth. The Viking
Collection. Studies in Northern civilization 12, þýð. Jens Lundskær-Nielsen
(Odense 1999), bls. 149–150.
76 Helgi Þorláksson, „Fé og virðing“, Sæmdarmenn. Um heiður á þjóðveldisöld
(Reykjavík 2001), bls. 91–134 (bls. 96).
77 Helgi Þorláksson, „Fé og virðing“, bls. 119–126.
Saga haust 2005-NOTA 23.11.2005 20:10 Page 118