Saga - 2005, Page 121
erlenda hirðmenn, t.d. er iðulega getið um vinsældir Sturlunga
meðal kaupmanna og forystumanna í Noregi.90
Vera má að hin nýja stétt hirðmanna hafi valdið nokkurri rösk-
un í samfélaginu. Í Þórðar sögu kakala kemur fram að Þórður ráð-
stafar landi að vild: „En er Þórður var vestur kominn þá fór hann
fyrst á Sanda. Gaf hann Bárði Svefneyjar, er tóku hálfan fimmta tug
hundraða, og enn gerði hann Bárði fleiri sæmðir.“91 Andstaða
gestaliðs Þórðar kakala við bændur kemur einnig glöggt fram þeg-
ar sagt er frá Ásbirni Guðmundssyni:
Hann var einhleypingur og vaskur maður. Eigi var hann ætt-
stór.
Hann gekk fyrir Þórð og mælti: „Hví sætir þat að þú kveð-
ur enga menn aðra til ferðar þessarar en bændur? Viltu eigi
aðra nýta? Eg vil bjóðast til ferðar með þér og ætla eg að vera
þér miklu meiri en einhver bóndi. Fá þú mér sveit nökkura og
mun eg freista að krefja þá upp bændurna. Er það maklegra að
vér eigim saman. Hér er hvoriga til að spara.“92
Helgi Þorláksson telur að Þórður kakali hafi markvisst eflt bænda-
syni til valda, enda hafi þeir verið háðir honum um frama og því
tryggir.93 Hitt er athyglisvert að andstæðingar Þórðar kakala á Suð-
urlandi eru gjarnan nefndir „bændur“. Þá er átt við að foringjar
þeirra eru iðulega fjarri þegar kemur til átaka. Lið Þórðar virðist
hafa verið andsnúið bændum, fylgdarmenn hans telja sig hafna yfir
venjulega bændur og tala um „búkarla og fiskimenn og þá er ekki
mannsmót væri að“.94
Í því liði sem einkum tókst á við fylgdarmenn Þórðar, liði Kol-
beins unga, eru einnig menn sem nýta sér ófriðinn til að komast
áfram í samfélaginu: „Þórarinn hét maður og var kallaður balti.
Hann setti Kolbeinn til njósnar í Miðfirði. Dró hann að sér marga ill-
hreysinga og hafði setu að Ósi. Gerðist hann hinn óvinsælasti, rænti
F R Á Þ R Æ L A H A L D I T I L L A N D E I G E N D AVA L D S 121
90 Helgi Þorláksson, „Snorri Sturluson og Oddaverjar“, Snorri. Átta alda minn-
ing, ritstj. Gunnar Karlsson og Helgi Þorláksson (Reykjavík 1979), bls. 53–88
(bls. 84).
91 Sturlunga saga II, bls. 27.
92 Sama heimild, bls. 12.
93 Helgi Þorláksson, „Stórbændur gegn goðum. Hugleiðingar um goðavald,
konungsvald og sjálfræðishug bænda um miðbik 13. aldar“, Söguslóðir. Af-
mælisrit helgað Ólafi Hanssyni sjötugum 18. september 1979 (Reykjavík 1979), bls.
227–250 (bls. 241–242).
94 Sturlunga saga II, bls. 29.
Saga haust 2005-NOTA 23.11.2005 20:10 Page 121