Saga - 2005, Page 123
handgenginna manna voru „formenn og ríkisstjórn á Íslandi“.99
Stétt „hinna bestu manna“ er að fá á sig skýrari mynd, sem allsam-
einaður hópur undir stjórn Hrafns Oddssonar. Árið 1286 stefndi
konungur öllum handgengnum mönnum utan vegna ófriðar sem
hann átti í við Svía, en fékk tregar undirtektir. Er greinilegt að hann
lítur á þennan hóp sem stríðsmenn. Herramaðurinn Hrafn Odds-
son hlýtur banasár þegar hann er að sinna herskyldu sinni við kon-
ung.
Hirðmaðurinn Finnbjörn Helgason er kallaður „bóndi“ í Þorgils
sögu skarða.100 Þorvarður Þórarinsson er kallaður „bóndi“ í Árna
sögu, einnig hirðmaðurinn Indriði böggull og Þorlákur Narfason
lögmaður.101 Er þetta greinilega orðið virðingarheiti. Þetta veldur
nokkrum ruglingi því að bændur og handgengnir menn hafa verið
tiltölulega vel afmarkaðir hópar og hagsmunir þeirra oft stangast á.
T.d. stóðu handgengnir menn ekki að samþykkt „almúgans“ á al-
þingi 1306.102 Hugtakið „bóndi“ virðist merkja mann úr stétt stór-
bænda en minni bændur kallast þá „alþýða“, a.m.k. stundum.
Í annálum kemur fram að árið 1316 voru 24 eða 25 menn gerðir
að riddurum á einum degi í Noregi.103 Meðal þeirra sem þá fengu
herranafnbót voru Eiríkur Sveinbjarnarson, Guðmundur Sigurðs-
son og líklega Grímur Þorsteinsson. Var þá vel séð fyrir íslenskri
fyrirmannastétt næstu árin.104 Árið 1319 er stefnt utan hirðstjóra,
biskupum, lögmönnum, sex handgengnum mönnum og sex bænd-
um, til að sverja Magnúsi Eiríkssyni hollustueiða. Er ljóst að stétta-
flokkun seinustu áratuga er enn í fullu gildi.
Hætt var að gera Íslendinga að herramönnum eftir 1320, a.m.k.
um tíma, en vissulega voru til menn sem fengu aðalstign á 15. öld,
t.d. þeir Torfi Arason og Björn Þorleifsson. Hirðstjórar konungs
hafa eflaust oft borið riddaratign. Hins vegar er hirð konungs á Ís-
landi ekki fjölmenn eftir þennan tíma. Ekki hefur enn fengist sann-
færandi skýring á því hverju það sætti.
F R Á Þ R Æ L A H A L D I T I L L A N D E I G E N D AVA L D S 123
99 Árna saga biskups, bls. 76, 98.
100 Sturlunga saga II, bls. 197.
101 Árna saga biskups, bls. 51, 54, 56, 131.
102 Í sumum handritum segir: „var þetta jáð og samþykkt af almúganum á al-
þingi utan handgengnum mönnum“, sbr. Diplomatarium Islandicum. Íslenzkt
fornbréfasafn II. 1253–1350, bls. 334.
103 Islandske Annaler, bls. 344, 393.
104 Jón Jóhannesson, Íslendinga saga II, bls. 290.
Saga haust 2005-NOTA 23.11.2005 20:10 Page 123