Saga - 2005, Page 124
Hitt er víst að mannamunur á 14. öld tók í auknum mæli að snú-
ast um eignir. Ekki er ljóst hvenær sú þróun hófst eða hversu hratt
hún gekk fyrir sig. Hún gæti hafa hafist þegar á 12. öld, en hversu
ört gekk hún fyrir sig? Ólafur Lárusson taldi að sjálfseignarbændur
hefðu „sennilega verið orðnir miklu færri en leiguliðarnir í lok 13.
aldar. Á 15. öld voru þeir nálega horfnir.“105 Björn Þorsteinsson gat
sér til að um 1300 hefðu „um 10% bænda búið á eignarjörð sinni“
en nefnir engin sérstök dæmi því til stuðnings.106 Því virðist skorta
dæmi um jafnöra þróun.
Á hinn bóginn eru skýr dæmi um jarðeignasöfnun stórbýla á 14.
öld, ekki síst á vegum kirkjunnar. Helgafellsklaustur átti ekki nema
sjö til átta jarðir um 1274 en hundrað árum síðar, fyrir 1374, hafði
klaustrið eignast heilar 57 jarðir, þ.á m. margar bestu útræðisjarðir
á Snæfellsnesi. Það hafði t.d. náð undir sig öllum fjórum jörðunum
umhverfis Rif.107 Þetta má rekja til breyttra búskaparhátta og vax-
andi mikilvægis fiskveiða en einnig til aukins sjálfstæðis kirkjunn-
ar gagnvart höfðingjum eftir að staðir urðu sjálfseignarstofnanir.
Kirkjumiðstöðvar þurftu nú að leita annarra tekjustofna. Gera má
ráð fyrir umtalsverðri jarðeignasöfnun höfðingja á 14. og 15. öld,
eða á sama tíma og kirkjustofnanir eru að sanka að sér jarðnæði.
Hér skipti líka máli að byggð í landinu mun hafa náð hámarki á 14.
öld.108 E.t.v. hefur fjölgunin orðið mest í röðum leiguliða.
Hvort sem jarðeignasöfnun kirkju og höfðingja var komin vel á
skrið fyrir 1300 eður ei, þá er ljóst að hún hélt áfram á 14. öld og
færðist trúlega í aukana. Þetta gerist á sama tíma og landeigenda-
stéttin tekur við af stétt handgenginna manna sem yfirstétt á Íslandi.
Með lögtöku Jónsbókar hafði orðið til nýtt fyrirbæri í lögum, höfuð-
bólið, sem minnir á stórgóssin í Evrópu. Hins vegar er ekki víst að
það hafi í sjálfu sér markað mikil tímamót, því að á þjóðveldisöld
voru til svipuð fyrirbæri, svokölluð aðalból. Engan veginn er ljóst að
tilvist aðalbóla megi rekja til upphafs Íslandsbyggðar, en þeirra sér
aftur á móti glöggt stað í lögum og máldögum á 12. og 13. öld.109
S V E R R I R J A K O B S S O N124
105 Ólafur Lárusson, Byggð og saga, bls. 39.
106 Björn Þorsteinsson, Íslensk miðaldasaga, bls. 242.
107 Helgi Þorláksson, Vaðmál og verðlag, bls. 453.
108 Árni Daníel Júlíusson, Bønder i pestens tid. Ph.d. afhandling ved Københavns
universitet (Kaupmannahöfn 1996), bls. 86.
109 Magnús Már Lárusson taldi að aðalból væru fornt fyrirbæri, sbr. „Á höfuð-
bólum landsins“, Saga IX (1971), bls. 40–90 (einkum bls. 41–43). — Sjá einnig:
Sveinbjörn Rafnsson, Studier i Landnámabók, bls. 158. Sveinbjörn gerir þó
Saga haust 2005-NOTA 23.11.2005 20:10 Page 124