Saga - 2005, Síða 126
um komi úr Vestfirðingafjórðungi þar sem höfðingjar auðguðust í
skjóli fiskveiða á 14. öld.113 Á 14. og 15. öld er greinilegt að hugtak-
ið „bóndi“ á nú fyrst og fremst við um kirkjubændur og aðra betri
bændur. Minni háttar bændur kallast fremur „kotungar“, „landset-
ar“, „landbúar“ eða „almúgi“.114
Stöðugleiki komst á stéttaskipan á Íslandi, sem hélst nokkurn veg-
inn óbreytt fram á 18. öld. Um 1700 var stór hluti jarðnæðis í höndum
fámenns hóps efnamanna, eins og Bragi Guðmundsson hefur rakið.
Þá var helmingur jarðnæðis í einkaeign í höndum 81 einstaklings en
aðeins um 5% jarða í sjálfsábúð.115 Þessi landeigendaaðall varð hins
vegar aldrei að lögstétt. Á 17. öld vildi Vísi-Gísli Magnússon lögfesta
forréttindi þessa hóps með því að taka upp aðalstitla handa þremur
ættum á Íslandi, Svalbarðsætt úr Þingeyjarsýslu, Klofaætt úr Rangár-
vallasýslu og Skarðsætt úr Breiðafirði.116 Hér verður þó að gefa gaum
áhrifum siðbreytingar og eflingu ríkisvalds, sem gerir það að verkum
að afturhaldsbragur er á hugmyndum Gísla.
Í samfélagi þar sem konungs- og landeigendavald hefur fest sig
í sessi skiptir sæmdin æ minna máli fyrir félagslega stöðu. Þar með
er ekki sagt að höfðingjar hafi ekki áfram viljað vera vandir að virð-
ingu sinni og verið tilbúnir að grípa til vopna þegar heiðri þeirra
var ógnað. Á 16. öld voru menn af öllu stigum ennþá með hnífana
á lofti til að verja „æruna“ eins og þeir höfðu áður staðið vörð um
sæmdina og tíðkaðist það fram á 17. öld.117 Félagslegt mat skipt þá
enn máli en velvild konungs þó meiru og jarðeignaauður mestu.
Niðurstöður
Fram á 12. öld tíðkaðist þrælahald á Íslandi. Erfitt er að túlka þær
fáu vísbendingar sem við höfum um umfang þess og eðli enda
heimildavandinn ærinn. Það eru þó meiri líkur en minni á því að
S V E R R I R J A K O B S S O N126
113 Sbr. Jürg Glauser, Islandische Märchensagas: Studien zur Prosaliteratur im
spätmittelalterlichen Island (Basel og Frankfurt 1983), bls. 75–78.
114 Árni Daníel Júlíusson, Bønder i pestens tid, bls. 369–372.
115 Bragi Guðmundsson, Efnamenn og eignir þeirra um 1700. Athugun á íslenskum
gósseigendum í jarðabók Árna og Páls og fleiri heimildum (Reykjavík 1985), bls.
35, 104.
116 Jakob Benediktsson, Gísli Magnússon. Safn fræðafélagsins um Ísland og Ís-
lendinga 11 (Reykjavík 1939), bls. 53–57.
117 Helgi Þorláksson, „Frá kirkjuvaldi til ríkisvalds“, Saga Íslands 6 (Reykjavík
2003), bls. 353–360.
Saga haust 2005-NOTA 23.11.2005 20:10 Page 126