Saga - 2005, Page 132
gengið þjóðinni í haginn. Síðan hefði þjóðin misst sjálfstæðið og þá
hefði hagur þjóðarinnar farið að versna. Allt hefði síðan breyst til
batnaðar með sjálfstæði landsins, fyrst með heimastjórn árið 1904
og síðan fullveldi 1918 og fullu sjálfstæði 1944. Þessi söguskoðun
(stundum kennd við einn helsta talsmann hennar, Jónas Jónsson frá
Hriflu) var sameiginleg bæði fræðimönnum og stjórnmálamönn-
um, en það hefur breyst.
Eftir 1980 fóru að koma brestir í þessa þjóðernislegu söguskoð-
un meðal sagnfræðinga og annarra fræðimanna. Sagnfræðingar
fóru að beina sjónum að innri átökum í íslensku samfélagi fyrr á
tímum. Gísli Gunnarsson gaf til dæmis út hina frægu bók sína Upp
er boðið Ísaland árið 1987, þar sem spjótum var beint gegn innlend-
um landeigendum og bændum, og þeir taldir eiga sök á ætlaðri
eymd Íslendinga á 17. og 18. öld, að minnsta kosti jafn mikla og
Danir (eymd 17. og 18. aldar er frá vissu sjónarmiði tilbúningur
hinnar þjóðernislegu söguskoðunar).2 Á svipuðum tíma (1985) lauk
Harald Gustafsson við doktorsritgerð sína, Mellan kung och allmoge,
þar sem hann sýndi með skýrum hætti fram á tilvist íslenskrar yf-
irstéttar á síðari hluta 18. aldar.3 Samkvæmt greiningu hans réð
þessi stétt flestu sem hún vildi ráða hér á landi og danska stjórnin
hafði ekki þau miklu áhrif sem söguskoðun sjálfstæðisbaráttunnar
hafði ætlað henni.
Um svipað leyti eða 1986 skrifaði Guðmundur Hálfdanarson
fræga grein í Tímarit Máls og menningar um skoðanir alþingismanna
á giftingafrelsi og einstaklingsfrelsi um miðja 19. öld.4 Hér kvað við
nýjan tón í túlkun á sjálfstæðisbaráttu Íslendinga. Guðmundur
rakti aflvaka sjálfstæðisbaráttunnar til íhaldssemi íslenska bænda-
samfélagsins gagnvart kröfum danska ríkisvaldsins um frelsi ein-
staklingsins. Hér var loks komin fram túlkun á 19. aldar sögu Ís-
lands, sem gefið hefur tóninn fyrir umfjöllun fræðimanna um ís-
lensku þjóðernishreyfinguna fram til þessa dags. Sérstaklega á það
Á R N I D A N Í E L J Ú L Í U S S O N132
2 Gísli Gunnarsson, Upp er boðið Ísaland. Einokunarverslun og íslenskt samfélag
1602–1787 (Reykjavík 1987). Bókin er þýðing og endurgerð á sænskri doktors-
ritgerð höfundar frá 1983.
3 Harald Gustafsson, Mellan kung och allmoge. Ämbetsmän, beslutsprocess och in-
flytande på 1700–talets Island (Stokkhólmur 1985).
4 Guðmundur Hálfdanarson, „Takmörkun giftinga eða einstaklingsfrelsi.
Íhaldssemi og frjálslyndi á fyrstu árum hins endurreista alþingis“, Tímarit Máls
og menningar XLVII (1986), bls. 457–468.
Saga haust 2005-NOTA 23.11.2005 20:10 Page 132