Saga - 2005, Page 133
við um yngri fræðimenn, en þeir hafa nær einróma fylkt sér í þann
hóp sem gagnrýnt hefur söguskoðun þjóðernisstefnunnar.5
Þjóðernisstefnan sem sögulegt viðfangsefni
og rót hennar
Líklega er þjóðernisstefnan dauð sem fræðilegt viðmið meðal sagn-
fræðinga. Fæstir þeirra munu taka undir söguskoðun fyrrverandi
forsætisráðherra eins og hún kemur fram í ofangreindu áramóta-
ávarpi. En þjóðernisstefnan er fjarri því að vera úrelt sem sögulegt
viðfangsefni. Tilurð hennar og birtingarmynd er mikilvægt sögu-
legt rannsóknarefni þótt hún sé ekki lengur túlkunarrammi sem
sagnfræðingar nota.
Ísland er líklega eitt af fáum svokölluðum nýfrjálsum ríkjum
sem hafa beinlínis grætt á sjálfstæði sínu, tekist að stökkva að fullu
inn í nútímann og tekið sér stöðu meðal þeirra landa sem talin eru
búa við best þjóðfélagsástand í heiminum. Mörg dæmi eru um hið
gagnstæða.
Mikilvægt er að gera greinarmun á þjóðernisstefnunni sem
þjóðfélagshreyfingu annars vegar og þeirri þjóðernissinnuðu sögu-
skoðun sem hún ól af sér hins vegar. Þjóðernisstefnan er merkilegt
rannsóknarefni, sem Gunnar Karlsson og Guðmundur Hálfdanar-
son hafa meðal annarra krufið í rannsóknum sínum.6 Þjóðfrelsis-
barátta Íslendinga leiddi til þess, hvað sem annars má segja um
hana og forsendur hennar, að Íslendingar greiddu hinu afturhalds-
sama valdakerfi 19. aldar högg með því að hafna danska konungs-
valdinu. Þetta högg var í sjálfu sér lítið og veikt, en það var eitt af
fjölmörgum slíkum sem að lokum gengu af þessu kerfi dauðu og
leiddu til þess að lýðræðiskerfi 20. aldar veittu almenningi, þegar
allt kemur til alls, betri möguleika á góðum lífskjörum og almenn-
um mannréttindum en áður þekktust.
Hið sama gildir um baráttu nýlendna fyrir sjálfstæði sínu á 20.
öld gegn vestrænum heimsvaldaríkjum. Palestínski bókmennta-
fræðingurinn og kenningasmiðurinn Edward Said er áhrifamikill
Þ J Ó Ð E R N I S S T E F N A N: L I FA N D I E Ð A D A U Ð? 133
5 Sjá t.d. verkin: Þjóðerni í þúsund ár? Ritstj. Jón Yngvi Jóhannsson, Kolbeinn Óttars-
son Proppé, Sverrir Jakobsson (Reykjavík 2003). — Sigríður Matthíasdóttir, Hinn
sanni Íslendingur. Þjóðerni, kyngervi og vald á Íslandi 1900–1930 (Reykjavík 2004).
6 Sjá t.d.: Gunnar Karlsson, Frelsisbarátta Suður-Þingeyinga og Jón á Gautlöndum
(Reykjavík 1977). — Guðmundur Hálfdanarson, Íslenska þjóðríkið. Uppruni og
endimörk (Reykjavík 2001).
Saga haust 2005-NOTA 23.11.2005 20:10 Page 133