Saga - 2005, Page 139
Á bls. 21 víkur höfundur fyrri hluta ritverksins að ráðherra-
ákvörðun þingflokks sjálfstæðismanna og segir þar eftirfarandi:
,,Hafa ber þó í huga að ráðherraefni flokksins voru valin í leynilegri
kosningu í þingflokknum, þannig að valið var ekki í höndum Þor-
steins, þótt hann segi síðar í viðtali að hann hafi haft stuðning þing-
flokksins.“ Hér fer höfundur aftur rangt með. Hið rétta er að á þing-
flokksfundi okkar sjálfstæðismanna, sem hófst kl. 15 hinn 7. júlí
1987, daginn áður en ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar tók til starfa,
lagði Þorsteinn fram tillögu um meðráðherra sína, þá þrjá sem
hann gerir grein fyrir í viðtalinu í Mannlífi. Valið á þeim var því al-
farið í hans höndum. Eftir nokkrar umræður í þingflokknum var
tillaga Þorsteins borin undir atkvæði þingmanna. Fimmtán þing-
menn samþykktu tillögu formannsins, tveir sátu hjá og einn þing-
maður var fjarstaddur. Tillaga Þorsteins var því samþykkt með
fimmtán samhljóða atkvæðum, en þingmenn Sjálfstæðisflokksins
voru þá átján. Að valið á ráðherrum flokksins við myndun ríkis-
stjórnarinnar 1987 hafi ekki verið í ,,höndum Þorsteins“ og að ráð-
herrarnir hafi verið valdir í ,,leynilegri kosningu þingflokksins“ er
hvort tveggja ranghermi höfundar.
Af því sem fram kemur í grein þessari og ljóst er af viðtali Árna
Þórarinssonar við Þorstein Pálsson þá gerir höfundur fyrri hluta
þriðja bindis sögu Stjórnarráðs Íslands sig sekan um að halda ekki
í heiðri hina gullvægu reglu, sem gilt hefur í íslenskri sagnaritun frá
upphafi, ,,að skylt er að hafa það heldur er sannara reynist.“ Í for-
mála Íslendingabókar leggur höfundur hennar Ari fróði Þorgilsson
áherslu á slík vinnubrögð sem trúverðugir sagnaritarar hafa löng-
um fylgt af fremsta megni.
A N D M Æ L I O G AT H U G A S E M D 139
Saga haust 2005-NOTA 23.11.2005 20:10 Page 139