Saga - 2005, Page 140
Saga XLIII:2 (2005), bls. 140–143.
G U N N A R K A R L S S O N
Það var aldrei neinn vafi
Í vorhefti Sögu 2005 skrifar Hannes Hólmsteinn Gissurarson grein
þar sem hann rekur af sérstökum ástæðum fjölda dæma um hugs-
anlega ritþjófnaði. Þar víkur hann meðal annars svolítið að mér og
segir:
Vorið 2005 var rætt um annað hugsanlegt dæmi um hug-
myndastuld á spjallrás sagnfræðinga. Axel Kristinsson sagn-
fræðingur kvaðst hafa sent Gunnari Karlssyni, prófessor í
sagnfræði, ritgerð eftir sig í sérprenti frá því í ársbyrjun 2003
um bókmenntalega sérstöðu Íslendinga á Þjóðveldisöld. Hann
taldi sig síðan kannast við sumt úr þessu verki sínu í bók
Gunnars, Goðamenningu, sem kom út fyrir jól 2004. Hvergi
væri þar þó á ritgerð sína minnst. Gunnar andmælti þessu
harðlega. [Neðanmáls er hér vísað í Gammabrekku@hi.is,
nokkur tölvubréf Axels og Gunnars frá 6. apríl til 4. maí 2005.]
Var Gunnar sekur um rannsóknastuld …? Úr því er erfitt að
skera nema með rækilegri rannsókn, sem vandséð er, hver sé
reiðubúinn að taka að sér. Verður ekki við svo búið að láta
Gunnar njóta vafans?1
Ég þakka Hannesi örlætið, en þarf ekki á því að halda. Ef hann
hefði lesið tölvubréfaskipti okkar Axels af athygli á enda hefði hann
séð að ég eyddi vafanum með því að afsanna að ég hefði tekið frá
Axel þá hugmynd sem um var rætt.
Hugmyndina skilgreindi Axel í Gammabrekkubréfi 6. apríl
þannig að hún væri „að tengja saman hina bókmenntalegu sér-
stöðu Íslands við sérstöðu á sviði stjórnarfars sem einkenndist af
sambúð kristinnar menningar og höfðingjaveldis án miðstjórnar
eða konungsvalds (eins og algengast var í Evrópu) með sífelldri
togstreitu á milli goðorðsmanna …“ Í Gammabrekkubréfi 2. maí
benti ég á að ég hefði birt þessa hugmynd í grein, nokkurs konar
forbirtingu á kafla í Goðamenningu, í Andvara árið 2000, rúmum
1 Hannes Hólmsteinn Gissurarson, „Rannsóknafrelsi, ritstuldur og viðurkennd
fræðileg vinnubrögð,“ Saga XLIII:1 (2005), bls. 132.
Saga haust 2005-NOTA 23.11.2005 20:10 Page 140