Saga - 2005, Side 141
tveimur árum áður en Axel birti grein sína.2 Þar rek ég blómlega
ritmenningu Íslendinga á miðöldum til sérkennilegrar kristnunar
þeirra. Íslendingar hafi tileinkað sér kristna ritmenningu án þess
að fá um leið yfir sig konungsvald, en víðast annars staðar í Evr-
ópu hefðu konungar þvingað fólk til kristni og væntanlega kúgað
það til miklu róttækara menningarrofs en hefði orðið á Íslandi.3 Í
lokaorðum eru aðalatriði greinarinnar síðan dregin saman og sett í
samhengi:
Miðaldamenning Íslendinga á því á tvennan hátt rætur að
rekja til þeirrar ákvörðunar sem Ari eignar Þorgeiri Ljósvetn-
ingagoða, að taka við kristni með samkomulagi. Annars vegar
leiddi það til þess að Íslendingar tileinkuðu sér ritmenningu á
þjóðtungu sinni, sem þeir notuðu síðar til þess að skrifa sígild
bókmenntaverk. Hins vegar sameina Íslendingar, nánast einir
þjóða, veikt og valddreift stjórnkerfi, sem kann vel að hafa ver-
ið algengt í Evrópu í heiðni, og kristna ritmenningu. Íslending-
ar verða sérkennilega uppteknir af sögum um viðleitni manna
til að halda sæmilegum friði innan samfélagsins, um leið og
einstaklingar þess leitast við að skerða sæmd sína sem minnst.
Slík viðfangsefni höfða eðlilega mjög til fólks á tímum einstakl-
ingsfrelsis, eins og Evrópumenningin lifir nú síðan á 18. öld,
og þess vegna köllum við fornsögur Íslendinga sígildar. Jafn-
framt sýna sögurnar okkur inn í heim sem annars hefur
gleymst nánast alls staðar, nema helst þar sem heiðnar þjóðir
tileinkuðu sér ritmál í verulegum mæli, eins og Grikkir og
Rómverjar í fornöld. Þessi varð afleiðing þess að hleypa Kristi
inn, með ritmálið í farteski sínu, en halda konungi fyrir utan
með her sinn og löggæslulið.4
Ekki veit ég hvernig væri hægt á skýrari hátt „að tengja saman hina
bókmenntalegu sérstöðu Íslands við sérstöðu á sviði stjórnarfars
Þ A Ð VA R A L D R E I N E I N N VA F I 141
2 Gunnar Karlsson, „Kristnitaka Íslendinga og menningaráhrif hennar,“ Andvari
125 (2000), bls. 107–127. — Sbr. Axel Kristinsson, „Lords and Literature: The
Icelandic Sagas as Political and Social Instruments,“ Scandinavian Journal of
History 28 (2003), bls. 1–17.
3 Eins og tekið er fram í grein minni, bls. 107, hafði Stefán Aðalsteinsson sett
sömu hugmynd fram í stuttu máli árið áður: Stefán Aðalsteinsson, „Réð
kristnitakan úrslitum um sagnaritun Íslendinga?“ Lesbók Morgunblaðsins 74:31
(14. ágúst 1999), bls. 4–5.
4 Gunnar Karlsson, „Kristnitaka Íslendinga og menningaráhrif hennar,“ bls. 124.
Saga haust 2005-NOTA 23.11.2005 20:10 Page 141