Saga - 2005, Page 142
sem einkenndist af sambúð kristinnar menningar og höfðingjaveld-
is án miðstjórnar eða konungsvalds …“ sem var einmitt það sem
Axel segist hafa verið að gera í grein sinni árið 2003. — Ekki er þó
vísað í Andvaragrein mína í grein Axels.
Ég hefði líka getað eytt vafanum með því að vitna í Drög að
fræðilegri námsbók í íslenskri miðaldasögu, sem ég skrifaði og lét ljós-
rita til kennslu í sagnfræðiskor Háskóla Íslands á síðasta áratug síð-
ustu aldar. Að vísu er þetta ekki útgefið rit en mun þó vera í nægi-
lega margra höndum til að tilvitnanir í það verði tæpast véfengdar.
Drögin urðu til smám saman, og ég hef ekki allar gerðir þeirra
handbærar, en ekki síðar en á vormisseri 1999 kom inn í þau kafli
sem heitir Orðlist og ritmenning, og þar er þessi hugmynd sannar-
lega komin:
Annars staðar á Norðurlöndum, og sjálfsagt víðast um Evr-
ópu, var það konungur sem tróð kristinni trú upp á þegna
sína, stundum um leið og hann lagði þá undir sig. Kristnun
og sameining í stór konungsríki fór saman. Íslendingar
kristnuðust með allt öðrum hætti, tóku við Kristi en ekki kon-
ungi fyrr en hálfri þriðju öld síðar. Hvort sem við trúum
kristnitökufrásögn Ara fróða betur eða ver (sbr. E.a), þá var
þetta niðurstaðan. Þessi sérstaða kann að hafa haft tvær
mikilvægar afleiðingar.
Í fyrsta lagi tók íslenska höfðingjastéttin að sér að starf-
rækja kristna kirkju, og kannski af því að hún var veraldleg
höfðingjastétt gerði hún það að litlu leyti á tungumáli kirkj-
unnar, latínu, en að miklu leyti á þjóðtungu sinni. … Þannig
varð til öflugri ritmenning á norrænu á Íslandi en víðast var á
þjóðtungum.
Í öðru lagi bjuggu Íslendingar öldum saman við veikt
stjórnkerfi, án eiginlegs ríkisvalds, eftir að þeir voru búnir að
læra af kirkjunni að rita á þjóðtungu sinni á skinn. Þeir höfðu
ekki konungsumboðsmenn til að halda uppi friði, heldur
goða sem sóttu mátt sinn óhjákvæmilega til almennings
(D.d). Af því leiddi að Íslendingar urðu afskaplega upptekn-
ir af því vandamáli að halda ófriði í lágmarki, og eitthvað af
hugsunum um það skilaði sér á skinnið. Íslendingar urðu
miklir lagamenn og eignuðust mestu lögbók Norðurlanda
(D.t). Og þeir skrifuðu Íslendingasögur, sem eru að verulegu
leyti kannanir á vandanum að takmarka ófrið, eins og banda-
G U N N A R K A R L S S O N142
Saga haust 2005-NOTA 23.11.2005 20:10 Page 142