Saga - 2005, Side 148
er ekki saga þeirra mistaka, sérhagsmuna, innanhússátaka, þröng-
sýni, afturhaldssemi, fordóma og jafnvel spillingar sem óhjákvæmi-
lega finnst stundum í stjórnkerfum ríkja.
Ekki er þar með sagt að um slíkt skuli aldrei rætt og þær upp-
lýsingar sem höfundar stjórnarráðssögunnar hafa safnað saman,
fjallað um og greint að vissu marki, munu hiklaust koma að gagni
við frekari og gagnrýnni rannsóknir. Reyndar er einmitt hvatt til
þessa í verkinu sjálfu. Sumarliði R. Ísleifsson segir áfram í formála
sínum (og ritnefndarformaðurinn tekur undir): „Augljóst er að hér
er ekki sagt síðasta orðið varðandi rannsóknir á þessu sviði. Miklu
fremur má segja að markmiðið með þessu riti sé að vekja spurning-
ar og forvitni fremur en að svara öllum spurningum til hlítar.
Fræðimanna bíða því mikil verkefni á þessu sviði“ (I, bls. 24).
Ritstjórinn nefnir einnig að nálægð í tíma valdi því að það sé
„vandkvæðum bundið að leggja fram greiningu á a.m.k. sumum
pólitískum álitamálum“ (I, bls. 25). Ýmiss konar sérstök vandamál
fylgja því nefnilega að skrifa um samtímaatburði, hvort sem það er
um stjórnmál eða önnur svið samfélagsins. Til dæmis vantar okkur
þá yfirsýn sem fæst þegar öldur hefur lægt og auðveldara er að sjá
hvað hefur skipt sköpum fyrir framvindu mála og hvað ekki. Það
er „útilokað að fjalla á fræðilegan hátt um sögu allra síðustu ára,“
skrifaði Jón Þ. Þór sagnfræðingur eitt sinn í stuttu yfirliti um sam-
tímasögu. „Úr því verður í besta falli þokkaleg blaðamennska, en
oftast marklítið þvaður“.3 Sagnfræðingar og aðrir fræðimenn ættu
þó ekki að láta nýliðna atburði alveg afskiptalausa vegna þess að
aðrir eru reyndar alltaf að leggja eitthvert mat á þá, til dæmis stjórn-
málamenn og fréttamenn. Sagan er mikilvæg, svo mikilvæg að slík-
ir aðilar, þótt góðir séu, mega ekki vera einir um hituna. Stjórnar-
ráðssagan hefði ekki orðið góð, hún hefði ekki staðist kröfur sam-
tímans um óháða stöðu og fræðileg vinnubrögð, ef stjórnmálamenn
og embættismenn hefðu skrifað hana sjálfir, jafnvel þótt þeir þekki
suma hluti betur en aðrir. „Minni okkar flestra er ósjálfrátt hallandi
okkur til heilla,“ sagði Davíð Oddsson eitt sinn.4 „Þegar stjórnmála-
G U Ð N I T H. J Ó H A N N E S S O N148
2 Agnar Kl. Jónsson, Stjórnarráð Íslands 1904–1964 I–II (Reykjavík 1969).
3 Jón Þ. Þór, „Hvað er samtímasaga?“ Söguslóðir. Afmælisrit helgað Ólafi Hanssyni
sjötugum 18. september 1979. Ritstj. Bergsteinn Jónsson, Einar Laxness og Heim-
ir Þorleifsson (Reykjavík 1979), bls. 269–279, hér 269–270.
4 Vef. Davíð Oddsson, „Hvað er stjórnmálasaga?“ Fyrirlestur í samnefndri há-
degisfundaröð Sagnfræðingafélags Íslands, 31. okt. 2000. Sjá http://www.kist-
an.is/fræði Å® fyrirlestrar. Skoðað í júní 2005.
Saga haust 2005-NOTA 23.11.2005 20:10 Page 148