Saga - 2005, Page 151
S T E FA N Í A Ó S K A R S D Ó T T I R
Varfærin greining á gangverki
íslenskrar stjórnsýslu
Ásmundur Helgason, Ómar H. Kristmundsson o.fl., Stjórnarráð Ís-
lands 1964–2004 I. Skipulag og starfshættir.
Meginviðfangsefni fyrsta bindis Stjórnarráðs Íslands 1964–2004 er
skipulag, hlutverk og starfshættir íslenskra ríkisstjórna og ráðu-
neyta. Aðalhöfundar eru Ásmundur Helgason og Ómar H. Krist-
mundsson, en aðrir höfundar efnis eru Gunnar Helgi Kristinsson,
Ingibjörg Sverrisdóttir, Kristjana Kristinsdóttir, Magnús S. Magnús-
son, Ólafur Rastrick og Sumarliði R. Ísleifsson. Í ágætum inngangi
skýrir Sumarliði, sem jafnframt er ritstjóri verksins, frá tilurð og
meginmarkmiðum þess. Þar segir hann að fyrsta bindinu sé eink-
um ætlað að svara eftirfarandandi spurningum: (a) Hvernig starfa
ríkisstjórn og ráðuneyti, ríkisráð og ráðherrafundir og hvert er hlut-
verk og staða ráðherra og ráðuneyta, bæði almennt og innbyrðis?
(b) Hvernig hefur skipulag Stjórnarráðsins þróast á undanförnum
áratugum, bæði almennt og einstakra ráðuneyta, og hvernig hefur
eftirlit með starfsemi þess verið háttað? (c) Hvert er hlutverk Stjórn-
arráðsins við stefnumótun og lagasetningu? (d) Hvernig hefur
starfsmannakerfi Stjórnarráðsins verið byggt upp?
Í inngangi kemur einnig fram að ritstjórn hafi gert ráð fyrir að
væntanlegir lesendur verksins yrðu einkum kennarar og nemend-
ur á háskólastigi í námsgreinum eins og lögfræði, stjórnmálafræði
og sagnfræði. Einnig ætti verkið að nýtast fólki sem ynni við opin-
bera stefnumótun og stjórnsýslu. Hér verður nánar fjallað um efn-
istök Skipulags og starfshátta og mat lagt á hvernig höfundum og rit-
stjórn hefur tekist að ná þeim markmiðum sem sett voru fram í
upphafi.
Annar kafli þessa bindis, „Stjórnskipuleg staða Stjórnarráðsins“
eftir Ásmund Helgason, fjallar um skiptingu ríkisvaldsins sam-
kvæmt íslensku stjórnaskránni. Kaflinn er vel fram settur og fylgir
í helstu aðalatriðum efnistökum sem upphaflega komu fram í verk-
Saga XLIII:2 (2005), bls. 151–155.
Saga haust 2005-NOTA 23.11.2005 20:10 Page 151