Saga - 2005, Side 159
stjórna mjög breytileg eftir aðstæðum og persónum hverju sinni.
Þingræðið er misjafnlega virkt, og völd forsætisráðherra og forseta
Íslands virðast einnig vera umtalsverðum breytingum háð. Áhrifa-
valda í stjórnarstefnum er einnig að finna utan stjórnkerfisins.
Hagsmunasamtök, einkum aðilar vinnumarkaðarins, hafa löngum
haft mikil áhrif hér á landi. Í þessu verki er stundum brugðið upp
skarpri mynd af samfléttun íslensks ríkisvalds: „Tengslin við sam-
tök bænda voru efld á þann hátt að fulltrúar Stéttarsambands
bænda og Búnaðarfélags Íslands tóku þátt í fundum bankaráðs
Búnaðarbankans, sem hafði með höndum stjórn Stofnlánadeildar-
innar, er teknar voru ákvarðanir er vörðuðu deildina“ (II, bls. 423).
Í bókinni er ekki minnst á harðar deilur um mannaráðningar hjá
hinu opinbera, einkanlega á Viðreisnarárunum þegar fjölmargir
urðu til að mótmæla ráðningum í tiltekin störf. Þannig boðaði
starfsfólk Útvegsbankans á Akureyri til eins dags verkfalls 2.
nóvember 1964 til að mótmæla skipun útibússtjóra bankans, sem
var í eigu ríkisins, en formaður bankaráðs var utanríkisráðherra
landsins. Mörg önnur áþekk dæmi eru þekkt.1
Sem stofnanasaga er heildarverkið Stjórnarráð Íslands 1964–2004
efnismikið og vandað verk, byggt á traustri heimildavinnu. Sem
fræðiriti er verkinu hins vegar í nokkrum grundvallaratriðum
ábótavant. Þetta er ekki saga ríkisvalds í lýðræðisþjóðfélagi heldur
miklu fremur „opinber saga hins opinbera“.2 Meginhlutverk allra
vísinda og fræða hlýtur að vera útskýring á samhengi tilverunnar,
að gera hið flókna skiljanlegt, að vita hverju við getum breytt í til-
veru okkar og hvað við verðum að sætta okkur við. Stjórnarráð Ís-
lands á sér 100 ára sögu. Kominn er tími til að leggja mat á vegferð
okkar og kanna hvernig okkur hefur tekist að stjórna eigin málum,
hvað hefur tekist vel eða illa og leita skýringa. Án skýringa er ekki
gerlegt að draga lærdóma af sögunni, hvorki í fræðilegum né nyt-
sömum tilgangi. Við lestur þessarar bókar vakna áleitnar spurning-
ar um hvort tímabilið 1959–1983 geymi ekki bæði dæmi um stjórn-
arhætti sem við eigum að forðast og dæmi sem við getum lært af. Á
þessum árum unnum við sem þjóð góða sigra með útfærslu land-
helginnar og breytingum á alþjóðlegum hafréttarlögum. Á sama
O P I N B E R S A G A H I N S O P I N B E R A 159
1 Sbr.: Svanur Kristjánsson, Frá flokksræði til persónustjórnmála (Reykjavík 1994),
einkum bls. 25, 51–52, 102–103, 127, 146–147, 182–183, 210–211.
2 Ummæli höfð eftir Guðna Th. Jóhannessyni; sjá: Morgunblaðið 30. jan. 2005, bls.
50.
Saga haust 2005-NOTA 23.11.2005 20:10 Page 159