Saga - 2005, Page 164
lífið var mun stöðugra og minna um vinnudeilur og verkföll, þótt
tímabilið einkenndist reyndar af miklum deilum við opinbera
starfsmenn. Þó tók atvinnulífið dýfu á fyrstu árunum með miklu at-
vinnuleysi á okkar mælikvarða og mikið var deilt um viðbrögð rík-
isstjórnarinnar. Hún kenndi um fortíðarvanda og sjóðasukki.
Hart var tekist á um frjálshyggju, markaðshyggju, einkavæð-
ingu, aðhald í ríkisrekstri og áhrif þess á stöðu og getu velferðar-
kerfisins. EES-samningurinn var mikið hitamál, en gildistaka hans
hafði í för með sér margvíslega lagasetningu sem hefur haft stór-
felld áhrif á atvinnu- og efnahagslíf. Þá hafa umhverfismál, virkj-
anir og stóriðja verið gífurlega umdeild mál nánast allt tímabil
ríkisstjórna Davíðs, að ekki sé minnst á gagnagrunnsmálið og fleiri
deilumál.
Mér finnst Jakob komast nokkuð vel frá því að lýsa þessum tíma
en hann er auðvitað bundinn af því hve skammt er um liðið og erfitt
að dæma eða leggja mat á áhrif einstakra aðgerða eða laga. Mér
finnst reyndar bera meira á því hjá Jakobi en Sigríði hve áhersla er
mismikil á einstök mál og hvernig stundum er sagt frá mótrökum
eða andófi og stundum ekki. Jakob lýsir mjög nákvæmlega þeim
breytingum sem urðu á landbúnaðinum og hann greinir vel frá
þeim miklu deilum sem urðu um gagnagrunninn og hvaða rök
voru sett fram gegn honum. Þegar aftur kemur að húsnæðismálum
og lögum um stéttarfélög og vinnudeilur, sem voru mikil deilumál
1997–1998, er lítið sem ekkert gert úr gagnrýni; ég fann reyndar
ekki neitt um stéttarfélagslögin sem kölluðu þó á mikil mótmæli
verkalýðshreyfingarinnar, enda sett í fullkominni andstöðu við
hana. Af hverju er stundum greint frá gagnrýni og andófi og stund-
um ekki?
Ég velti því mikið fyrir mér við lestur bókarinnar, hvort rétt hafi
verið að fara svo nálægt okkur í tíma. Sigríður Þorgrímsdóttir nýt-
ur þess að geta horft allt að 20 ár aftur í tímann en það gefur henni
kost á að leggja mat á aðgerðir stjórnvalda. Í kafla Sigríðar er þó að
finna atriði þar sem velta má fyrir sér hvort nálægð í tíma sé of mik-
il. Á bls. 103 er fjallað um þá breytingu sem gerð var á skipan
Alþingis, sem tók gildi eftir kosningarnar 1991, en þá var efri deild
lögð niður og Alþingi gert að einni málstofu. Sigríður segir: „For-
sendur deildarskiptingar voru í raun löngu brostnar“. Mat Sigríðar
kann að vera rétt en sú umræða hefur komið upp hvað eftir annað
eftir að breytingin var gerð, hve hraðinn í lagasetningu er orðinn
K R I S T Í N Á S T G E I R S D Ó T T I R164
Saga haust 2005-NOTA 23.11.2005 20:10 Page 164