Saga - 2005, Page 184
position) atriðis á karnivali til ritaðs texta, til að mynda. Í þessu
sambandi könnuðum við tilurð tiltekins teiknakerfis — skáld-
sögunnar — sem niðurstöðu endurröðunar nokkurra mismun-
andi teiknakerfa: karnivals, hirðljóðlistar, orðræðu skólaspeki.
Heitið texta-tengsl gefur til kynna þessa víxlun eins (eða nokk-
urra) teiknakerfis(a) yfir í annað, en þar sem það hefur verið
skilið í klisjukenndri merkingu, „rannsóknir heimilda“, kjósum
við fremur heitið víxlun vegna þess að það tilgreinir að flutn-
ingurinn frá einu teiknakerfi til annars krefst nýrrar orðunar (e.
articulation) á hinu þetíska — á stöðu (e. positionality) framsetn-
ingar (e. enunciative) og kjarnamerkingar (e. denotative).7
Óþreyja Kristevu er kannski skiljanleg, því að túlka má kenningu
hennar sem tilraun til að komast hjá hvers kyns einfaldri flokkun
heimilda sem staðreynda til fræðilegs skilnings á því hvernig ein-
stakir textar og textagerðir verða til upp úr öðrum textum. Málið
snýst ekki um að finna tilvísanir til frægra höfunda eða einhverja
upprunalega, einstaka heimild. Það má kannski lýsa þessari skil-
greiningu Kristevu þannig að hver einstakur texti eigi sér öfugt ætt-
artré, að margir áar textans (í margvíslegum myndum og mismun-
andi teiknakerfum) myndi hinn einstaka texta. Vegna þess að ég
greini sams konar viðleitni í endurmati Sigurðar Gylfa á persónu-
legum heimildum, sem að hans dómi hafa legið nokkuð óbættar hjá
garði í sagnfræðiiðkun hér á landi, sakna ég þess að hann fjalli ekki
meira um bókmenntafræðilegar kenningar um tilurð texta; ég held
að málflutningur hans hefði orðið sterkari fyrir vikið. Þess í stað
tekst hann á við ríkjandi hefð sagnfræðiritunar með nokkuð hefð-
bundnum hætti, hafnar henni og gerir sína skoðun að nokkurs kon-
ar uppreisn gegn kennivaldi fulltrúa stórsögunnar.
Sígild freudísk greining hefði vafalaust skýringu á þessu endur-
mati Sigurðar Gylfa, og það má líka túlka þessa viðleitni í gegnum
Kristevu, að Sigurður Gylfi sé að orða nýja þetíska stöðu eða nýja for-
sendu fyrir tilurð sagnfræðitexta. Þar hefði hann, eðli málsins sam-
kvæmt, getað fengið góðan liðsafla í heimspeki og bókmenntafræði
G A U T I K R I S T M A N N S S O N184
7 Julia Kristeva, Revolutions in Poetic Language, þýð. Margaret Waller (New York
1984), bls. 57–61. Þýðingin er mín. — Einnig má benda á grein Jakobsons,
„Tvær hliðar tungumálsins: myndhvörf og nafnskipti“, þýð. Kristín Birgisdótt-
ir og Nanna Bjarnadóttir, Spor í bókmenntafræði 20. aldar (Reykjavík 1991), bls.
81–92, og í sömu bók má finna grein eftir Kristevu, „Orð, tvíröddun og skáld-
saga“, þýð. Garðar Baldvinsson, bls. 93–128.
Saga haust 2005-NOTA 23.11.2005 20:11 Page 184