Saga - 2005, Page 186
misskilja hana þannig að þjóðin sem um er að ræða sé Evrópa, þótt
auðvitað viti flestir Íslendingar að svo sé ekki.10 Bókin er löng og ýt-
arleg úttekt á ævi höfundar sem vissulega hlýtur að teljast til þeirra
mikilvægustu á Íslandi 20. aldar. Mér sýnist að Halldór Guðmunds-
son reyni að nota nóbelsskáldið að einhverju leyti til að endur-
spegla sögulegan veruleika a.m.k. tveggja þátta: annars vegar tíðar-
anda 20. aldar, bæði hér og erlendis, og hins vegar tilurð og tilveru
skálds sem fórnar sjálfu sér eða sjálfi sínu fyrir köllunina, mann
sem skapar sjálfan sig í skáldskapnum.
Rannsókn höfundar einkennist mjög af empírískum vinnu-
brögðum staðreyndaöflunar og tilraun til hlutlausrar framsetning-
ar. Raunar finnst mér einkenna hana töluverð tregða til að túlka eða
skýra atferli skáldsins eða samtíðarmanna hans með neinum öðr-
um hætti en að greina frá pólitískri eða fagurfræðilegri afstöðu
hans og þeirra. Á hinn bóginn er engin rannsókn á lífi og starfi ein-
staklings laus við túlkun, það gefur auga leið, vegna þess að val á
umræðuefni, óháð því hversu vel það er stutt heimildum, hlýtur að
fela í sér túlkun. Halldór virðist ekkert draga undan að því er best
verður séð og nýtir sér gríðarlegt magn heimilda, prentaðra sem
óprentaðra, til að varpa ljósi á mann sem tekist hefur að vera um-
deildur handan grafar þrátt fyrir að hafa verið tekinn í „sátt“ sem
„þjóðskáld“ eftir að hann fékk Nóbelsverðlaunin.
Þetta hlutleysi höfundar er bæði kostur og galli á bókinni og
gerir það að verkum að hann tínir til gríðarlegt magn smáatriða
sem skipta kannski ekki öllu máli. Á hinn bóginn má segja að með
því reyni Halldór að nálgast viðfangsefnið með einsögulegri hætti
en oft er gert í ævisögum og margt af því sem hann tínir til, t.d. úr
fjölskyldulífi, er einmitt vísbending um afstöðu höfundarins til við-
fangsefnisins. Loks kallar Halldór Laxness á það, einmitt í ljósi
deilna um hann og baráttu um hið „menningarlega auðmagn“ sem
verk hans sköpuðu, að rituð sé ævisaga sem hvorki er dramatísk né
túlkandi, heldur fyrst og fremst hlutlaus.11
G A U T I K R I S T M A N N S S O N186
10 Þetta sést best á upphafssetningu höfundar í bók hans á þýsku um Halldór
Laxness þar sem hann segir: „Halldór Laxness war Islands Nationaldichter —
und zugleich der letzte Nationaldichter der westlichen Welt.“ Sjá: Halldór Lax-
ness. Leben und Werk (Göttingen 2002/4), bls. 7.
11 Sbr. grein eftir Gunnþórunni Guðmundsdóttur þar sem hún vísar til greining-
ar Ira Bruce Nadel á ævisögum, „Líf á bók. Um ævisögur og sjálfsævisögur“,
Skíma. Málgagn móðurmálskennara 27:2 (2004), bls. 35.
Saga haust 2005-NOTA 23.11.2005 20:11 Page 186