Saga - 2005, Page 188
aðferð sína og nálgun. Hann kveðst vilja „gera almenna grein fyrir
lífshlaupi Jóhanns og listsköpun, binda saman frásögn af ævi hans
annars vegar og leikhús- og bókmenntafræðilega umfjöllun hins
vegar.“14 Hann hafnar í framhaldinu ævisögum „eins og þær eru
algengastar“ og ekki síst öllum tilraunum til sviðsetninga sem hon-
um finnst greinilega lítið til koma: „Ekki þykir verra ef hægt er að
byggja upp dramatíska spennu, finna hátinda og lægðir í lífsferli
eða listsköpun viðfangsefnisins, að ekki sé minnst á ef höfundarnir
geta „sviðsett“ og spunnið eitthvað upp úr sér inn í „eyðurnar“, rétt
eins og þeir væru alvöru skáld.“15 Jón Viðar virðist hér senda ýms-
um kollegum sínum tóninn, en afstaða hans er skýr og við fyrstu
sýn nokkuð hefðbundin. Hér er þó ekki allt sem sýnist vegna þess
að framar í formálanum gerir hann grein fyrir því hvernig hann
fyllir sjálfur upp í eyður — hann orðar það raunar ekki svo — en
það er með því að „taka mið af aðferðum og kenningum nútíma
sálvísinda“ við greiningu á skáldskap Jóhanns.16
Freudísk nálgun hans takmarkast þó ekki við skáldskapinn, því
að við lesturinn kemur aftur og aftur í ljós að Jón Viðar túlkar skáld-
skapinn nánast eins og hann sé prótókollar dulvitundar Jóhanns og
vefur þannig lífi hans saman við verkin, enda segir hann á einum
stað: „Þau [tvö ófrágengin leikrit] staðfesta það, sem er meginkenn-
ing þessa rits, í hversu ríkum mæli Jóhann sótti efni í sitt eigið líf.“17
Hér er Jón Viðar kominn út á nokkuð hálan aðferðafræðilegan ís;
það er ævinlega örðugt að sálgreina eina manneskju út frá þeim
textum sem hún hefur skrifað, jafnvel þótt um sé að ræða skáld sem
yrkir og semur í rómantískum og huglægum anda. Textinn er eitt
og skáldið annað, enda hafa margir aðrir þættir áhrif á textann en
sálarlíf höfundarins: kröfur formsins og þeirra sem verkin nota,
prófarkalestur, endurritun, svo eitthvað sé nefnt.
Að þessu sögðu er það engin goðgá að beita þessari aðferð sál-
greiningar, ekki síst þar sem Jón Viðar gerir það af hreinskilni og
reynir að nýta sér persónulegar heimildir eins og bréf Jóhanns til að
sannreyna hugmyndir sínar. Einnig forðast Jón Viðar einatt að fara
alla leið, ef svo mætti að orði komast, til að fylla upp í eyður og spyr
frekar áleitinna spurninga, spurninga sem hafa æði retorískan
G A U T I K R I S T M A N N S S O N188
14 Jón Viðar Jónsson, Kaktusblómið og nóttin, bls. 13.
15 Sama heimild, bls. 13.
16 Sama heimild, bls. 10.
17 Sama heimild, bls. 269.
Saga haust 2005-NOTA 23.11.2005 20:11 Page 188