Saga - 2005, Síða 189
karakter eftir að hann hefur sett fram tilgátu í alllöngu máli. Ég
nefni eitt dæmi þar sem hann ræðir samband Höllu og Eyvindar í
Fjalla-Eyvindi og ber það saman við samband þeirra Jóhanns og Ib:
„Skyldi Ib einhvern tímann hafa núið Jóhanni því um nasir að hann
gegndi ekki borgaralegu starfi rétt eins og annað fólk? Hverju gæti
hann þá hafa svarað? „Það varst þú sem reyndir við mig, ekki ég
við þig!“?“ Þrjár spurningar í röð sem leiða þó til niðurstöðu að ein-
hverju marki og þessari aðferð beitir Jón Viðar ítrekað í bókinni.
Aðferðafræðin sem Jón Viðar aðhyllist er þó ekki einungis af
toga sálgreiningar, því að mörgu leyti virðist hún aðeins þjóna
hefðbundnum túlkunarfræðilegum markmiðum sem eiga rót sína
að rekja til eins þekktasta verks Friedrichs Schleiermachers,
Hermeneutik und Kritik.18 Þetta er athyglisverð tilraun hjá Jóni Viðari
sem kannski á rætur að rekja til Pauls Ricoeurs, en þó þarf að huga
að einu atriði í tengslum við hina freudísku greiningu hans áður en
lengra er haldið. Það kom mér dálítið á óvart, fyrst hann var að
beita þessari aðferð, að hann skyldi einfaldlega nota hina hefð-
bundnu nálgun freudískrar greiningar án þess að taka mið af því
sem franski sálgreinirinn Jacques Lacan hefur ritað en verk hans
hafa haft mikil áhrif á þessu sviði bókmenntagreiningar og hefur
meira að segja verið fjallað um þessi mál á íslensku.19
Helsta viðbót Lacans felst í því að hann tekur ritgerð Freuds,
Handan vellíðunarlögmálsins, miklu alvarlegar en margir Freud-
fræðingar á undan honum. Freud ögrar eigin kenningu um vellíð-
unarlögmálið með hugmyndum sínum um dauðahvötina og hafa
É G U M M I G F R Á Þ É R T I L Þ Í N — O G Ö F U G T 189
18 Túlkunarfræðin, sem snýst um skilning og útleggingu texta, á sér langa hefð
frá Schleiermacher talið og eru Wilhelm Dilthey, Martin Heidegger, Hans-
Georg Gadamer, Paul Ricoeur og Peter Szondi meðal þeirra kunnustu sem
fjallað hafa um hana. Af þeim hefur Ricoeur fjallað um Freud í þessu sam-
hengi í bók sem á ensku nefnist The Conflict of Interpretations. Jón Viðar nefnir
túlkunarfræðina a.m.k. á einum stað í tengslum við skilning listaverka og
gagnrýni á textameðferð Sigurðar Nordals, en örðugt er að sjá þar nákvæm-
lega hvaða skóla túlkunarfræðinnar hann aðhyllist. Sjá Kaktusblómið og nóttin,
bls. 139. Schleiermacher talar vissulega um „psychologische Auslegung“ í
verki sínu, en það er löngu fyrir tíma Freuds og reyndar er það samheiti fyrir
„technische Auslegung“. Sjá Hermeneutik und Kritik, ritstj. Manfred Frank
(Frankfurt/Main 1999), bls. 167–236.
19 Hér má benda á nýlegt hefti Ritsins þar sem þýddar eru greinar eftir Sho-
shönu Felman og Peter Brooks með inngangsorðum Öldu Bjarkar Valdimars-
dóttur og Guðna Elíssonar: Ritið 2/2003, bls. 133–190.
Saga haust 2005-NOTA 23.11.2005 20:11 Page 189