Saga - 2005, Page 195
II. hluti (4.–6. kafli) fjallar um hvernig menn skildu og skynjuðu hinn
kristna heim og andstæðu hans, ókristnar þjóðir. Í upphafi er þeirri spurn-
ingu varpað fram hvort Íslendingar hafi litið á kristið fólk sem eina þjóð
(bls. 101), og niðurstaðan er sú að það hafi þeir gjarnan gert. Þeir hafi lítið
vitað um klofning kristnu kirkjudeildanna í gríska og rómverska kristni
(bls. 127) og leitt hann hjá sér (bls. 129). „Heiðingjar“ reynast mynda meg-
inandstöðu kristna heimsins. Athygli vekur virðing manna fyrir Mikla-
garðskeisara sem hlaut þó að teljast mikill villutrúarleiðtogi í augum róm-
versk-kaþólskra manna. Jafnframt gætir í ritum bæði ákveðinnar virðingar
fyrir hinum göfuga villimanni, þótt heiðinn sé, og riddaramennsku, þar
sem heiðnir drengskaparmenn sýna drengskap sinn með því að halda
tryggð við goð sín (bls. 154–160). Loks er hér rætt um það einkenni norður-
og vesturevrópskra miðaldamanna, og Íslendinga sérstaklega, að telja sig
eiga heima á jaðri heimsins. Fjallað er um ferðir Íslendinga til miðju heims,
í Róm eða Jerúsalem, einnig um Asíu og Tyrkland sérstaklega sem upp-
runaslóðir norrænnar menningar. Íslandssagan hafði hafist í Asíu, segir
höfundur (bls. 184). Íslendingar bjuggu á jaðri jaðarsvæðisins en héldu á
margan hátt sambandi við miðjuna (bls. 188).
Í III. hluta (7.–9. kafla) er fjallað um Norðurlönd og grannþjóðir utan
þeirra. Gerð er grein fyrir ólíkum merkingum orðsins Norðurlönd, frá því að
geta náð yfir nánast öll lönd norðan Miðjarðarhafslanda til þess að eiga við
umdæmi „danskrar tungu“ eða þrjú ríki Norðurlandakonunga (bls.
198–199). Hér er líka umræða um þjóðerniskennd Norðurlandaþjóða og
norræna heimsmynd. Andhópar norrænna manna reynast vera þjóðir eins
og Austurvegsmenn, Finnar, Bjarmar, Írar, Skotar og Skrælingar. Niður-
staða höfundar er að landafundir í Vesturheimi hafi ekki skapað nýja
heimsmynd meðal Íslendinga, enda hafi þeir í rauninni ekki fundið nýja
heimsálfu (bls. 276).
Í IV. hluta (10.–12. kafla) er sjónarhornið enn þrengt og fjallað um sjálfs-
mynd Íslendinga sem Íslendinga eða íbúa landshluta á Íslandi. Athygli er
fyrst beint að vitund þeirra um að tilheyra landsfjórðungi, héraði eða sveit,
og meðal annars komist að þeirri niðurstöðu (bls. 300) að það sé „líklega
villandi að kenna þá við land sitt fremur en heimasveit eða hérað.“ And-
hópum Íslendinga á Íslandi skiptir höfundur í tvo flokka. Annars vegar eru
gestir, þar sem norskir kaupmenn skipa mest rúm, hins vegar innflytjend-
ur, sem eru einkum útlendir farandprestar á Íslandi (bls. 306–316). Höfund-
ur telur að útlendingar hafi að jafnaði átt auðvelt með að aðlagast íslensku
samfélagi (bls. 326). Loks er hér umræða um íslenska sjálfsmynd í saman-
burði við vitneskju um þjóðerni annars staðar á Norðurlöndum á miðöld-
um. Hér er komist að þeirri athyglisverðu og nokkuð sannfærandi niður-
stöðu að Íslendingar hafi einna helst sameinast sem þjóð í andstöðu við
konungsvald eftir að landið komst undir Noregskonung (bls. 342–343,
351–352).
A F S V E R R I S S Ö G U V Í Ð F Ö R L A 195
Saga haust 2005-NOTA 23.11.2005 20:11 Page 195