Saga - 2005, Síða 199
ORÐ OG HUGTÖK UM ÞJÓÐERNI
Menningarleg Pólitísk
afmörkun afmörkun
1.
Latína á miðöldum gens
natio
populus
2.
Fræðiumræða ethnie nation
20. aldar ethnic society nationalism
3.
Norræna/ þjóð
íslenska
Í fyrsta lagi eru nokkur latnesk miðaldahugtök sem geta táknað þjóðir
en eru líka notuð um annað, nefnilega hugtökin natio, gens og populus.
Í öðru lagi er fræðilega umræðan um þjóðernissögu sem fer nú aðallega
fram á ensku, að minnsta kosti í okkar heimshluta. Síðan á níunda áratug
síðustu aldar hefur gengið í gegnum hana aðgreining á tvennu. Annars
vegar er það sem er kallað etnískt, til dæmis táknað með franska nafnorð-
inu ethnie eða orðasamböndum eins og ethnic society á ensku. Hins vegar er
orðið nation og orð leidd af því, svo sem eins og nationalism. Það hefur ver-
ið grundvallaratriði í þessari umræðu, þótt ekki viðurkenni það allir, að
ethnie, hið etníska, sé ævagamalt fyrirbæri og tákni einkum sameiginlega
menningu, en hið nasjónala sé nýtt, upprunnið á 18. eða jafnvel 19. öld og
tákni einkum pólitíska einingu þess sem hafi áður verið etnísk, menningar-
leg eining. Með öðrum orðum: Ethnie sem tekur upp á að vilja mynda ríki,
að vera sjálfstætt, eins og við köllum það á íslensku, verður þar með að
nation.3
Í þriðja lagi höfum við svo íslenska hugtakið þjóð sem hefur verið með
okkur síðan land byggðist, getur merkt hvort sem er ethnie eða nation og
gæti staðið sem þýðing á latnesku orðunum natio, gens eða populus, en
stendur svo fyrir sitthvað annað, eins og doktorsefni rekur í ritgerð sinni.
A F S V E R R I S S Ö G U V Í Ð F Ö R L A 199
3 Hér er einkum byggt á tveimur bókum sem hafa markað stefnuna um þessi
hugtök: Ernest Gellner, Nations and Nationalism (Oxford 1983). — Anthony D.
Smith, The Ethnic Origins of Nations (Oxford 1986). — Einnig má benda á um-
ræðu sem höfundar beggja bókanna tóku þátt í: „The nation: real or imagined?
The Warwick Debates on Nationalism,“ Nations and Nationalism 2:3 (Nov.
1996), bls. 357–370.
Saga haust 2005-NOTA 23.11.2005 20:11 Page 199