Saga - 2005, Page 200
Mér finnst doktorsefni ekki gæta þess nógu vel að gera ljóst í hvaða merk-
ingu hann notar þessi orð og í hvaða orðræðuheimi hann vinnur hverju sinni.
Í 1. kafla, sem er nokkurs konar inngangskafli, um rannsóknarefnið,
heimildirnar og fleira, er undirkafli 1.4 Sérstaða Íslendinga og etnísk sjálfs-
mynd (bls. 39–45). Þar er sagt stuttlega frá rannsóknum á þjóðerni og þjóð-
legri sjálfsmynd Íslendinga á miðöldum án þess að ræða hvað þar hafi ver-
ið talið felast í þjóðerni. Latneska orðið natio kemur fyrir hér (bls. 44), þýtt
sem „fæðingarstaða“, einnig gens Anglorum, skýrt sem „afkomendur Engla,
Saxa og Jóta“. En hvorugt latneska orðið, natio né gens, er rætt eða skýrt
þarna.
Í 4. kafla, sem fjallar um kristna heiminn, er undirkafli 4.6 „Ein er kristi-
leg þjóð“ (bls. 114–124). Þar er loks komið að norræna hugtakinu þjóð og (bls.
115) haft eftir orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar að grunnmerking
þess sé „allstór hópur fólks, ætt- eða þjóðflokkur“. Þarna eru nefndar ólík-
ar merkingar orðsins þjóð í íslensku miðaldamáli: „óskilgreint fjölmenni“,
„söfnuður í kirkju“, „herlið“, „hirð tiltekins höfðingja“, „ættkvísl“ eða að
það er „notað um samlanda og þá sem tala sömu tungu.“ Þá segir að orðið
sé stundum notað sem þýðing á latneska orðinu gens og hafi þá pólitíska
merkingu, eigi við hóp sem lýtur konungi, eða það sé notað sem þýðing á
fleirtölumyndinni gentes og vísi þá til heiðinna þjóða. Hér stendur líka
þetta: „Innocentius III. (páfi 1198–1216) talar hins vegar um kristna þjóð
(populum Christianum) …“ Það er að sjálfsögðu ákvörðun ritgerðarhöfund-
ar að þýða latneska orðið populus með þjóð, því að ekki hefur páfi skrifað
þennan texta á norrænu, og ekki hefur verið útskýrt fyrir lesendum bókar-
innar hvaða merkingu líklegt er að páfi hafi lagt í orðið populus. Höfundur
hefði til dæmis væntanlega eins getað þýtt orð páfa með orðunum kristinn
lýður, og þá hefðu þau misst öll tengsl við norræna þjóðarhugtakið.
Hér (bls. 116) er íslenska orðið þjóð líka notað til að þýða þýska orðið
Volk, því að setningin „Oft var einnig talað um 72 þjóðir, sem þá voru flokk-
aðar eftir tungumálum“ er rökstudd með tilvitnun neðanmáls: „Die Zahl
der Sprachen stand mit der Völkerzahl in einum sehr lockeren Zusammen-
hang“.
Í upphafi 7. kafla, um heim norrænna manna, er skilgreining á hugtak-
inu etnískur hópur, þar sem segir (bls. 192): „Fyrst og fremst eru það þó pólit-
ískir hagsmunir og félagslegt skipulag sem skapa etnískan hóp.“ Um þetta
er vísað til rits sem kom út árið 1969, og ég held að það sé sanni næst að
segja að móderníska umræðan um þjóðerni á níunda áratug aldarinnar hafi
gert þennan skilning úreltan. Í þeirri umræðu ríkir það sjónarmið að pólit-
íska hliðin einkenni nation en ekki ethnie.
Í upphafi 12. kafla, Hin íslenska sjálfsmynd, er enn tekin upp umræða um
þjóðarhugtakið (bls. 328–335). Þar eru notuð orðin etnískur hópur og etnísk
sjálfsmynd, og hér er etnísk eining Norðurlandamanna rökstudd með því að
„Þeir áttu sér sameiginlegt tungumál, danska tungu, og gátu rakið ættir
G U N N A R K A R L S S O N200
Saga haust 2005-NOTA 23.11.2005 20:11 Page 200