Saga - 2005, Page 202
hæfing rökstudd eða vísað til rökstuðnings fyrir henni. Þetta skiptir veru-
legu máli, því ef slitin eru tengslin milli þjóðarhugtaksins og heimildar-
staða þar sem orðin þjóðkonungur og þjóðland eru nefnd verða heimildir um
þjóðir á miðöldum umtalsvert rýrari en ella. En mér finnst þetta í meira lagi
ósennilegt vegna þess að það eru óneitanlega mjög sterk tengsl á milli hug-
taksins þjóð og hugtakanna konungur og land. Því verður staðhæfing höf-
undar að teljast nokkuð ógætileg.
VI.
Þá skulum við koma að þjóðerni Íslendinga á miðöldum. Ég sakna þess
nokkuð að útgefin fræðirit um þetta efni hafa ekki verið kembd eins ná-
kvæmlega og ástæða hefði verið til. Á einum stað (bls. 43–44) nefnir höf-
undur þannig það sem hann kallar samsetta þjóðernisvitund. Í tilfelli Ís-
lendinga gat hún falist í því að þeir tilheyrðu bæði norrænni og kristinni
þjóð, ásamt því að vera Íslendingar, eða að þeir tengdu sig við ákveðinn
landshluta á Íslandi um leið og þeir samsömuðu sig löndum sínum í heild.
Hvorki hér né annars staðar í ritgerðinni er minnst á ágæta grein eftir Kir-
sten Hastrup sem birtist í Scandinavian Studies 1984. En þar er gerð grein
fyrir því hvernig Íslendingar samsömuðu sig á þremur stigum á miðöldum:
1) sem Norðurlandabúar, mælandi á danska tungu, 2) sem upprunnir í
Noregi ásamt Norðmönnum og 3) sem Íslendingar.4 Þessi þrefalda sam-
sömun Íslendinga er hvergi rædd í ritgerðinni.
Í niðurstöðukafla ritgerðarinnar segir (bls. 357): „„Menningarleg þjóð-
ernishyggja“ eða hugmynd um fullveldi einstakra ríkja var ekki til sem
hugmyndafræði á þessum tíma þótt samkennd vegna tungumáls hafi ver-
ið hugsanleg.“ Þetta minnir á að grein Sigurðar Líndal, „Utanríkisstefna Ís-
lendinga á 13. öld og aðdragandi sáttmálans 1262–64“ frá 1964 er ekki í
heimildaskrá ritgerðarinnar, en þar var held ég í fyrsta sinn í íslenskum
miðaldarannsóknum vakin athygli á því að hugmyndin um gildi fullveldis
var tæpast til í Evrópu þegar Íslendingar gengust undir vald Noregs-
konungs.5
Svo finnst mér votta fyrir því í ritgerðinni að gert sé minna úr sameig-
inlegri þjóðlegri sjálfsmynd Íslendinga en efni standa til. Í niðurstöðukafla
hennar (bls. 357) er minnt á að forðast þurfi að láta svarið ráðast af spurn-
ingunni þegar spurt sé: „Hverjir voru mikilvægustu hóparnir fyrir Íslend-
inga?“ „Íslensk sjálfsmynd var ekki endilega mikilvægust fyrir einstakling
sem við skilgreinum nú fyrst og fremst sem Íslending.“ Vissulega er tíma-
bært að ögra á þennan hátt rótgrónum hugmyndum um sjálfsmynd Íslend-
G U N N A R K A R L S S O N202
4 Kirsten Hastrup, „Defining a Society: the Icelandic Free State between two
Worlds,“ Scandinavian Studies 56 (1984), bls. 237–240.
5 Sigurður Líndal, „Utanríkisstefna Íslendinga á 13. öld og aðdragandi sáttmál-
ans 1262–64,“ Úlfljótur 17:1 (1964), bls. 16–35.
Saga haust 2005-NOTA 23.11.2005 20:11 Page 202