Saga - 2005, Síða 204
þessari bók eru allar persónur Íslendingar, nema annað sé sérstaklega tek-
ið fram.
Á hinn bóginn eru hvergi í ritgerð doktorsefnis skipulega teknar sam-
an vísbendingar heimilda um sjálfsmynd Íslendinga sem Íslendinga og
tengsl þeirra við Ísland. Tvisvar sinnum er drepið á þau tvö rit 12. aldar
sem vitna skýrast um slíka sjálfsmynd, Íslendingabók Ara fróða og Fyrstu
málfræðiritgerðina, þar sem óþekktur málfræðingur tók sér fyrir hendur að
búa „oss Íslendingum stafróf“ (bls. 280 og 335). Í framhaldi af fyrri nefning-
unni (bls. 281) er það véfengt að telja „Íslendinga sögur“ Sturlu Þórð-
arsonar, sem eru nefndar í Formála Sturlungu,10 til vitnisburða um íslenska
vitund. Þær standi varla undir nafni sem Íslendinga saga vegna þess að
Sturla heldur sig mest við erfðalönd Sturlunga „en nefnir aðeins örfáa bæi
í Austfirðingafjórðungi.“ Hér er gerð nokkuð óbilgjörn krafa til Íslands-
sögu; ekki einu sinni Íslandssaga Jónasar Jónssonar frá Hriflu fjallar nálægt
því jafnt um alla Íslandsbyggð, og efar þó enginn maður að höfundur henn-
ar hafi haft íslenska þjóðernisvitund.
Hvergi eru tekin saman skipulega þau dæmi sem koma fyrir þar sem
talað er um Íslendinga sem þjóð eða þeir eru greindir frá öðrum Norður-
landamönnum að þjóðerni. Flest munu þau koma fyrir einhvers staðar í rit-
gerðinni, en ekki eru þó, til dæmis, tilfærð ummæli Guðrúnar Ósvífursdótt-
ur sem vildi fara til Noregs „því at ekki ann ek Íslandi“,11 eins og það hafi
annars þótt sjálfsögð og eðlileg tilfinning. Ekki koma fyrir ummæli í föls-
uðu páfabréfi frá Hamborg frá því um 1122–1123, þar sem Ísland er talið
meðal „regna septentrionalia“ (norrænna konungsríkja), ásamt ríkjum
Dana, Svía og Norðmanna.12 Ekki er rædd merking orðsins útlendr/útlenskr
sem er bæði haft um íslenska menn í Noregi13 og Noregsbúa á Íslandi.14 Að
vísu er ekki sjálfgefið að þetta orð hafi falið í sér hugmynd um annað þjóð-
erni, enda hefur verið haldið fram að svo hafi ekki þurft að vera.15 En það
gerir síst óþarft að ræða málið.
Flest eru þetta auðvitað alþekkt dæmi, svo að ekki hefði breytt miklu
hvort þau væru tilfærð fleiri eða færri. Það sem hér vantar er einkum skipu-
leg umræða þar sem rökin fyrir íslenskri sjálfsmynd eru vegin heildstætt.
G U N N A R K A R L S S O N204
10 Sturlunga saga I. Jón Jóhannesson, Magnús Finnbogason og Kristján Eldjárn
sáu um útgáfuna (Reykjavík 1946), bls. 115.
11 Laxdæla saga. Íslenzk fornrit V. Einar Ól. Sveinsson gaf út (Reykjavík 1934), bls.
115.
12 Diplomatarium Danicum 1. række I. Regester 789–1052. Udgivet af C.A.
Christensen og Herluf Nielsen (København 1975), bls. 160 (nr. 409).
13 Egils saga Skalla-Grímssonar. Íslenzk fornrit II. Sigurður Nordal gaf út (Reykja-
vík 1933), bls. 215. — Kjalnesinga saga. Íslenzk fornrit XIV. Jóhannes Halldórs-
son gaf út (Reykjavík 1959), bls. 32.
14 Grágás, bls. 54–55, 237, 239–240.
15 Hastrup, „Defining a Society,“ bls. 237.
Saga haust 2005-NOTA 23.11.2005 20:11 Page 204