Saga - 2005, Page 205
Ekki er heldur rædd merking þess að stofna og eiga alþingi fyrir landið allt
eða að setja landsmönnum ein, sameiginleg lög, ólík Gulaþingslögum í
Noregi, sem giltu allt vestur til Færeyja. Til samanburðar má nefna að fjórð-
ungsþing virðast aðeins hafa verið til í nokkra áratugi, og eftir það voru
einu fjórðungsbundnu stjórnarstofnanirnar fjórðungsdómar, sem störfuðu
allir á sama stað og sama tíma á alþingi.16
Eitt helsta sérkenni Íslands á miðöldum hlýtur að hafa verið fjarlægð
þess frá öðrum löndum. Hvergi nokkurs staðar bjó kristið fólk handan við
úthaf, séð frá miðstöðvum kristninnar, annars staðar en á Íslandi, Græn-
landi og í Færeyjum. Fyrirfram virðist afar líklegt að sú mannraun og sá
lífsháski sem fylgdi því að fara til Íslands eða frá því hafi skapað með ís-
lensku fólki sterka vitund um að það tilheyrði sérstökum hópi, að minnsta
kosti með þeirri yfirstétt sem fór á milli landa og umgekkst útlenda gesti á
Íslandi. Mér finnst skorta á að þetta sé dregið fram í ritgerðinni.
Einnig má lýsa eftir meiri umræðu um afstöðu Íslendinga til Noregs,
Norðmanna og Noregskonungs. Hvað merkir það að Landnámabók legg-
ur áherslu á norskan uppruna Íslendinga en gerir jafnframt talsvert úr því
að landnámsmenn Íslands hafi flúið norska konungsvaldið? Hvað má lesa
út úr frásögnum Sturlungu og Hákonar sögu Hákonarsonar um rúmlega 40
ára langar tilraunir Noregskonungs til að ná Íslandi inn í ríki sitt? Það er al-
veg kominn tími til að sagnfræðingar taki þessi mál upp til nýrrar umræðu,
einmitt út frá því gagnrýna sjónarmiði sem doktorsefni beitir í bók sinni.
VII.
Loks hef ég tvær athugasemdir um ályktanir doktorsefnis um heimsmynd
Íslendinga á miðöldum. Önnur er þessi: Á bls. 79 segir: „Í heimslýsingum
miðalda er ekki sagt frá fjöllum, fjörðum eða dölum …“ Þetta leiddi huga
minn að íslensku fjarðatölunum þar sem firðir eru raktir í röð og stundum
blandað saman við upptalningu kirkjustaða, eins og í kirknatali Páls bisk-
ups Jónssonar.17 Í bókinni er aðeins drepið á að íslenskt fjarðatal sé í hand-
ritinu AM 415 4to (bls. 50), en annars koma þau ekki við sögu í bókinni. Má
ekki líta á fjarðatölin sem markverðar heimildir um hvernig fólk fór að því
að ná tökum á að rata um stórt, strjálbýlt, fjöllótt og vogskorið land og
skapaði sér þannig mynd af nærheimi sínum?
Hin athugasemdin um heimsmynd er þessi: Í bókinni (bls. 263) er bent
á að í íslenskum miðaldaritum segi að Helluland og Markland liggi suður
af Grænlandi, og þá sé sagt vera „eigi langt til Vínlands hins góða er sum-
ir ætla að gangi af Affrika og ef svo er þá er úthaf innfallanda á milli Vín-
A F S V E R R I S S Ö G U V Í Ð F Ö R L A 205
16 Sbr. Gunnar Karlsson, Goðamenning. Staða og áhrif goðorðsmanna í þjóðveldi Ís-
lendinga (Reykjavík 2004), bls. 124–127.
17 Sveinbjörn Rafnsson, Páll Jónsson Skálholtsbiskup. Nokkrar athuganir á sögu hans
og kirkjustjórn. Ritsafn Sagnfræðistofnunar 33 (Reykjavík 1993), bls. 90–117.
Saga haust 2005-NOTA 23.11.2005 20:11 Page 205