Saga - 2005, Side 207
V É S T E I N N Ó L A S O N
„Hver vegur að heiman er vegur heim“
Fyrsta heimsmynd mótuð í orð, sem ég kynntist, munu hafa verið einkunn-
arorð framan við sögubókina Gvendur Jóns og ég. Prakkarasögur úr Vestur-
bænum eftir Hendrik Ottósson, sem kom út árið 1949. Heimsmynd Gvend-
ar Jóns er á þessa leið:
Guð skapaði Ísland og Esjuna. Svo setti hann útlandið á bak við Esj-
una, og þar er það enn þá.
Af þessu dæmi má sjá að víða bregður fyrir heimsmynd á bókum og einnig
við hvern vanda þeir eiga að glíma sem skrifa um heimsmynd og þurfa að
meta heimildargildi frásagna sem letraðar hafa verið á bækur. Þessi barna-
bók Hendriks Ottóssonar, manns sem hafði víða farið og lesið margt um
heiminn, jafnvel verið nefndur húskarl Leníns í frægu kvæði, er dæmi um
persónulega íslenska heimsmynd þar sem athugandinn er kirfilega í miðj-
unni. Um heimsmynd miðalda er rætt í nýjustu skáldsögu Péturs Gunnars-
sonar, Vélar tímans (Reykjavík 2004), sem á að gerast rétt eftir 1400. Þar seg-
ir Pétur um hina rómversk-kaþólsku heimsmynd, sem gegnir miklu hlut-
verki í hinu nýja doktorsriti: „Fræðimenn fara létt með að endursegja
heimsmynd miðalda [ekki er ég viss um að doktorsefni sé sammála], en
höfum við leyfi til að koma henni fyrir í kollinum á hverjum sem er?“ Hér
birtist sem sagt andstæðan milli opinberrar heimsmyndar og heimsmynd-
ar einstaklingsins, sem miklu máli skiptir í riti Sverris Jakobssonar, Við og
veröldin.
Fyrri andmælandi hefur fjallað um ýmis meginatriði þessa verks sem
sagnfræðinga getur greint á um. Ég kem að verkinu frá sjónarhóli bók-
menntafræði, sem stundum á það til að spyrja textana annarra spurninga
og hefur sínar aðferðir til að rýna undir yfirborðið. Þó er markmið okkar
auðvitað það sama: viðleitni til að skilja fortíðina. Eitthvað af því sem ég tek
hér til umræðu kann að þykja af því tagi að verið sé að biðja um annað verk
en það sem fyrir liggur, og þykir doktorsefnum það jafnan vera ljóður á
andmælaræðum. Það er þó ekki ætlun mín, því að hér liggur vissulega fyr-
ir mikið og vandað verk, en umræða um það sem ekki er í því, en ætti ef til
vill að vera þar, getur skerpt skilning okkar á því sem það hefur fram að
færa og hvar takmörk þess liggi. Sú hugsun er reyndar í fullu samræmi við
það sem haldið er fram í verkinu sjálfu, að því aðeins sé hægt að nota orð-
ið „við“ að gert sér ráð fyrir „hinum“; því aðeins er hægt að taka afstöðu til
þess hvað sé og eigi að vera í ákveðnu fræðiriti að líka sé hugað að því sem
ekki er þar en hefði með nokkrum rétti getað fengið inngöngu.
Það er gamall siður við ýmsa háskóla, sem hafa svipaðan hátt á dokt-
orsvörnum og hér er hafður, að seinni andmælandi tíni til ýmsa frágangs-
Saga haust 2005-NOTA 23.11.2005 20:11 Page 207