Saga - 2005, Page 208
galla, prentvillur og aðrar yfirsjónir sem hlýða þykir að forðast við frágang
fræðirita. Ég hef satt að segja ekki lagt mig mjög hart fram við þá leit, enda
sá ég fljótlega að frágangur þessa rits er vandaður. Á örfáum stöðum er að
finna ásláttarvillur eða þess háttar villur sem verða þegar texta er breytt án
þess að menn muni eftir öllum afleiðingum breytingarinnar. Þær síðar-
nefndu eru dæmigerðar fyrir ritvinnsluöld. Þegar um er að ræða bókartitla
tíðkast nú að flytja þá á milli með klippi- og límingaraðferð til að forðast að
villur smeygi sér inn við eftirritun. En því fylgir sá hængur að villan fylgir
verkinu eins og skuggi, þegar hún er einu sinni komin inn. Þetta hefur hér
komið fyrir titil verksins Antiqvitates Americanae, fyrstu útgáfu Vínland-
sagna, þar sem tvær ásláttarvillur hafa skotið rótum.
Vitnað er hér í mikinn aragrúa rita og fjallað um efnisatriði úr þeim.
Rétt og vandlega er jafnan með það farið eftir því sem mér sýnist, en þó hef-
ur höfundi orðið á sú yfirsjón á bls. 94 að segja að Ólafur Tryggvason hafi
afneitað tengslum við hinn heiðna Ólaf Geirstaðaálf, en það var í raun Ólaf-
ur Haraldsson, hinn digri og helgi, sem ýmsir samtímamenn töldu að væri
Ólafur Geirstaðaálfur endurborinn, þótt hann neitaði slíkri hjátrúarvillu
staðfastlega sjálfur.
Þessar lítilfjörlegu ávirðingar eru nefndar hér svo sem eins og til að
sýna fram á að ég hafi lesið textann með vökulum augum. Annað sem ég
rak augun í er smærra; vandlegri leit hefði vafalaust skilað einhverju til við-
bótar, því að öllum verður eitthvað á í þessum efnum, en mér sýnist óhætt
að fullyrða að frágangur verksins sé með ágætum.
Textanum fylgir stuttur útdráttur á ensku, mikil heimildaskrá, mynda-
skrá og nafnaskrá, eins og vera ber í slíku riti. Gagnlegt hefði verið að hafa
einnig atriðisorða- eða hugtakaskrá, því að ritið er svo efnismikið og grip-
ið á svo mörgum fyrirbærum að tafsamt getur verið að leita fram og aftur
að efnisatriðum ef þörf kemur upp fyrir það, sem oft getur orðið, ekki síst
þegar verið er að semja andmæli.
Ritið sem hér er til umræðu er sagnfræðirit, höfundur skipar því und-
ir merki hugarfarssögu, og segir raunar, á bls. 356: „Eitt meginmarkmið
hugarfarssögu er að gera grein fyrir hugarfarsbreytingum.“ Þessa finnst
mér sjá fulllítinn stað í ritgerðinni. Ekki er hægt að segja að lögð sé áhersla
á að draga upp mynd af sögulegri þróun á því þriggja alda tímabili sem
lagt er undir. Mér finnst því vanta nokkuð á að efnið fái þá sögulega vídd
sem við mætti búast. Mikil breyting hlýtur að hafa orðið á heimsmynd
Íslendinga frá 1100 til 1400. Um 1100 var þjóðin nýlega kristnuð, bjó að
mestu við sömu stjórnskipan og í heiðni, þekkti umheiminn utan lands
einkum af sögusögnum ólærðra fremur en bókum lærðra. Á fjórtándu öld
var kristni rótfest í landinu og stjórnskipan í tiltölulega föstum skorðum,
þannig að geistlegt og veraldlegt vald studdi hvað annað; í báðum kerfum
kom valdið nú að ofan og utan; fjöldi rita var til í landinu sem draga mátti
lærdóma af um umheiminn, auk þess fróðleiks sem menn höfðu aflað sér
V É S T E I N N Ó L A S O N208
Saga haust 2005-NOTA 23.11.2005 20:11 Page 208