Saga - 2005, Qupperneq 209
með pílagrímsferðum og samskiptum við konung, kirkju og erlenda kaup-
menn.
Um val tímabils til rannsóknar segir höfundur, á bls. 23: „Með því að
skoða langt tímabil gefst færi á að meta hvers konar heimsmynd var í sókn
og hvernig hún þróaðist og festi rætur í hugarfari Íslendinga.“ Ég hef ekkert
við þetta sjónarmið að athuga, en í framkvæmd virðist mér þá nauðsynlegt
að kanna gegn hverju þessi heimsmynd sótti, hvaða heimsmynd hún var að
leysa af hólmi. Höfundur segir á bls. 15: „Hér verður ekki reynt að draga upp
heillega mynd af eldri heimsmynd enda erfitt um vik á grundvelli unglegra
heimilda.“ Vissulega er torveldara að finna traustar heimildir um eldri
heimsmynd og túlka þær, en það leysir ekki höfundinn undan þeirri skyldu
að reyna það af fremsta megni. Á það finnst mér nokkuð skorta í þessu riti,
svo að miklum hlutum þess hefði hæft betur titillinn Heimsmynd Íslendinga
um 1300, sem í sjálfu sér væri fullgilt viðfangsefni.
Haukur Erlendsson, sá sem Hauksbók er við kennd, skipar hér vegleg-
an sess og er nefndur oftar en nokkur annar einstaklingur, þótt ekki séu tal-
in með öll þau skipti sem nefnt er handritið sem við hann er kennt, Hauks-
bók. Þetta er ekki óeðlilegt með tilliti til þeirrar í raun samtímalegu (syn-
kronisku) heimsmyndar sem doktorsefni dregur upp. Haukur er vissulega
merkilegur fulltrúi íslenskrar menningar um 1300, einkum vegna þess
hvernig hann ritstýrði bók sinni, en í lokaorðum nefnir doktorsefni Ara
fróða og Sturlu Þórðarson sem fulltrúa sinna alda ásamt Hauki. Þeirra hef-
ur vitaskuld oft verið getið áður í ritinu, en hefðu verðskuldað meiri um-
fjöllun sem hefði kostað dýpri greiningu á verkum þeirra. Um ævi Sturlu
vitum við miklu meira en um ævi Hauks, og ólíku er saman að jafna hve
miklu meira af rituðu máli er frá honum sjálfum komið, samið af honum
nokkurn veginn í þeirri mynd sem við þekkjum það. Almennt talað sakna
ég meiri greiningar fornrita af ýmsu tagi og er reyndar ekki alltaf sammála
því sem sagt er um bókmenntasöguleg atriði, en ég skal ekki elta ólar við
það.1 Auðvitað viðurkenni ég að höfundur þessa rits getur ekki og á ekki
„H V E R V E G U R A Ð H E I M A N E R V E G U R H E I M“ 209
1 Til að gefa þessum orðum eitthvert innihald skal hér bent á fáein atriði, þótt
ekki væri farið inn á þá braut í hinum munnlega fluttu andmælum: 1) Á bls. 48
segir: „Hefð er fyrir því í íslenskum miðaldarannsóknum að einblína á 12. öld.
Á hana var litið sem gullöld ritmenningar á Íslandi.“ Víst var 12. öldin stór-
merkileg, en í nærri heila öld hafa flestir fremur talið 13. öldina gullöld bók-
mennta, þótt menn hafi líka fyrir löngu bent á að 14. öldin var gullöld bóka-
gerðar, eins og fram kemur hjá höfundi. Ég get ekki séð að slík alhæfing um 12.
öld komi fram í grein eftir Helga Þorláksson sem vitnað er til henni til stuðn-
ings. 2) Á bls. 53 er vikið að ummælum Einars Ól. Sveinssonar í ritinu Sturl-
ungaöld og varla hægt að segja annað en ummæli höfundar séu hálfgerður út-
úrsnúningur. Þótt það sé nú sjálfsagt viðurkennt af flestum að Einar hafi gert
of mikið úr mun klerklegrar og veraldlegrar menningar í þessu riti, felst ekki
annað í tilvitnuðum ummælum hans en finna má dæmi um á öllum öldum,
Saga haust 2005-NOTA 23.11.2005 20:11 Page 209