Saga - 2005, Qupperneq 210
bara að ganga inn í umræðu bókmenntafræðinga og annarra um túlkun
bókmenntatexta og laga sig að henni, en sú umræða sem þar hefur farið
fram um heimsmynd skiptir þó máli. Einkum held ég að greining eldri
texta hefði getað lagt margt til heimsmyndar á fyrri hluta tímabilsins sem
um er fjallað.
Þegar við leitum vitneskju um fortíðina og skilnings á henni, ekki síst
þegar um jafntorvelt viðfangsefni er að ræða og hugarfar löngu liðins fólks,
er meginvandi að finna heimildir og síðan að túlka þær. Höfundur vinnur
hér úr aragrúa heimilda, en mér finnst hann hefði mátt gefa meiri gaum að
einni mikilvægri heimild sem er tungumálið sjálft. Ekki síst vegna þess að
þar hygg ég megi oft finna vitnisburð um hugarfar sem á sér fornar rætur
en hefur lifað að einhverju marki fram á þá tíma sem hér er fjallað um, hug-
arfar sem þeir hafa deilt sem aldrei fá mál sjálfir í fornum textum.
Þótt viðfangsefni þessarar doktorsritgerðar myndi eina heild má skipta því
í þætti, eins og lesa má úr heiti þess, og mig langar að ræða hér einkum um
tvo meginþætti. Fyrri meginþátturinn sem ég tek til umræðu varðar ‘ver-
öldina’, umheim þess fólks sem rannsóknin beinist að. Seinni meginþáttur-
inn varðar sjálfsmyndina, það sem felst í orðinu ‘við’. Túlkunarvandinn
birtist raunar strax í orðinu heimsmynd — og ég tek fram að umræða um
það í upphafshluta ritgerðarinnar, I og II (bls. 21–98), er afar fróðleg og
rækileg. Eins og þar kemur fram er vandinn m.a. sá að miðaldafólk sá
heiminn (Jörðina) ekki fyrir sér sem mynd með sama hætti og við gerum,
og það er þess vegna hætta á að orðið leiði okkur á villigötur.
Doktorsefni gerir greinarmun á hugtökunum heimsmynd og heimssýn,
sem hann telur, sjálfsagt með réttu, mikilvægan, en ég er þó í vafa um að
hægt sé að gera röklega og skipulega. Þess vegna kann að vera að honum
V É S T E I N N Ó L A S O N210
þ.e. að kirkjunnar menn eru oft einnig veraldarmenn, standa í veraldarvafstri
án þess að gera þurfi ráð fyrir að þeir hafi gleymt vígslu sinni. Þetta er reynd-
ar í eina skipti sem vitnað er í þetta rit, en þar er þó m.a. að finna alvarlega til-
raun til að átta sig á heimssýn ef ekki heimsmynd Íslendinga á 13. öld. Einnig
hefði verið nærtækara að vitna til rita Einars Ólafs um ævintýri og þjóðsögur
til staðfestingar á hugmyndum um flakk efnis milli bókmennta og alþýðu-
menningar en til rits Peter Burke um seinna tímaskeið, þótt það sé í sjálfu sér
ágætt (bls. 63). 3) Á bls. 67 má skilja ummæli höfundar eins og mannfræði og
áttvísi hafi eingöngu verið kennd af konum, en varla er ástæða til að draga þá
víðtæku ályktun af einu dæmi þótt merkilegt sé og sýni að konur hafa ekki
verið eftirbátar karla í þeim menntum sem ekki gerðu kröfu til læsis og rit-
menntar. 4) Þótt ég hljóti að gleðjast yfir því að höfundur metur mikils ritaðar
heimildir, hygg ég að fornleifafræðingum mundi þykja fulldjúpt tekið í árinni
á bls. 71, í upphafsorðum 2.5. Heimildir um heiminn: „Íslenskt samfélag 12.,
13. og 14. aldar er ekki lengur aðgengilegt nema í textum af einhverju tagi.
Myndin sem fæst af því verður aldrei önnur en sú sem þessir textar miðla.“
Saga haust 2005-NOTA 23.11.2005 20:11 Page 210