Saga - 2005, Síða 212
líkama sem hýsir það. Heimilið var samastaður náinna ættingja en einnig
fólks sem var í nútímaskilningi vandalaust heimilisföður og -móður en þó
í þeirra forsjá. Heimilið naut, eða átti að njóta, ákveðinnar friðhelgi; í lög-
um og sögum er talað um örskotshelgi frá heimili. Friðhelgi heimilisins sem
staðar og samfélags má einnig sjá á því að heimilisfaðir hafði skyldum að
gegna gagnvart gesti sem hann hafði veitt viðtöku, og má víða sjá dæmi um
hvernig það var túlkað, t.d. í Valla-Ljóts sögu (6. kap. í útgáfu sögunnar í Ís-
lenzkum fornritum, IX). Árás á heimili manns var því rof á friðhelgi og
raskaði heimsmyndinni á sama hátt og bardagi á þingi var rof á þinghelgi,
og skylt er þetta kirkjugriðum þótt þau mættu sín auðvitað meira í kristnu
samfélagi, á kirkjunni var helgin mest.2 Á bls. 306–313 er prýðileg umfjöll-
un um Austmenn og hvernig þeir blönduðust inn í íslenskar deilur. Þar eru
mörg skýr dæmi um heimilis-helgina og samstöðu heimilismanna, skyldur
þeirra hvers við annan sem sæmd lá við að rækja þótt ekki væri ættarbönd-
um eða mægðum til að dreifa. Það var ódrengilegt að veita ekki gestgjafa
sínum, enda nutu menn verndar á heimili hans.
Heimilið hlýtur að hafa verið hornsteinn og miðja í heimsmynd hvers
manns. Þar byrjaði flokkunin í okkur og hina. Heimilið var í fyrsta lagi
umlukið veggjum og nánasta svæði síðan umlukið garði. Fyrsta skipting
heimsins í vitund barns hefur því væntanlega verið í innan stokks og utan,
innangarðs og utangarðs. Á heimilinu tengdust þær ættir sem einstakling-
urinn var kominn af, en ættartengslin sögðu manninum hver hann var, og
svo var heimilið náttúrlega framleiðslueining, þar voru lífsnauðsynjar
framleiddar og lífið endurnýjað. Skipting í innan stokks og utan hlýtur að
hafa skipt miklu máli í sjálfsmynd og heimsmynd kvenna, því að innan
stokks var kvenna ríki. Í Njálu (6. kap. í ÍF XII) segir frá því er Hrútur Herj-
ólfsson færir heim brúði sína Unni Marðardóttur: „Hrútur fékk henni öll
ráð í hendur fyrir innan stokk.“3 Heimilið er staður á jörðu, og heimili
bændafólks er sú jörð sem það byggir, en allir Íslendingar voru bændafólk
1100–1400.
Um þetta efni, tengsl bóndans við jörð sína og skiptingu í innangarðs
og utangarðs, er reyndar fjallað í einu af þeim ritum sem getið er í heim-
ildaskrá, riti eftir rússneska hugarfarssagnfræðinginn Aaron Gurévitsj,
Categories of Medieval Culture eins og bókin heitir í enskri þýðingu (Ég er
ekki svo vel að mér að geta vitnað til þessa rits á rússnesku eins og dokt-
orsefni gerir). Þar er kafli sem í ensku þýðingunni ber heitið ‘Macrocosm
V É S T E I N N Ó L A S O N212
2 Um þetta efni er nokkuð fjallað í grein minni „Topography and world view in
Njáls saga. With special reference to the function of the Thing“, Gudar på jorden.
Festskrift til Lars Lönnroth. Ritstj. Stina Hansson og Mats Malm (Stock-
holm/Stehag 2000), bls. 131–41.
3 Með þessari nálgun og e.t.v. einnig með meiri tilvísun til kirkjulegra bók-
mennta mætti ætla að doktorsefni hefði getað komist að einhverjum niðurstöð-
um um sérstaka heimsmynd kvenna.
Saga haust 2005-NOTA 23.11.2005 20:11 Page 212