Saga - 2005, Page 213
and microcosm’. Að mínum dómi hefði verið ástæða til að gefa greiningu
og lýsingu Gurévitsj á þessu efni nánari gaum. En í Við og veröldin er aðeins
vitnað til þessa rits Gurévitsj um almenn aðferðafræðileg atriði.
Gurévitsj segir m.a.: „This special relationship within the land owned
by the family also determined its central role in the structure of the early
medieval cosmos. The farmstead of the landowner served as model of the
universe“.4 Svipaða hugsun má finna hjá Kirsten Hastrup í ritum hennar
um íslenskt samfélag fyrri tíma og reyndar einnig hjá fjölmörgum trúar-
bragðafræðingum.5 Doktorsefni nefnir skiptingu í innangarðs og utangarðs
í yfirfærðri merkingu stuttlega á bls. 131–132 með tilvísun í Hastrup, en
ekkert er frekar unnið úr því.
Hliðstæðu við skiptinguna í innangarðs og utangarðs er að finna í
skiptingu lands í byggð og óbyggð. Sú skipting birtist áþreifanlegast í
ákvæðum um skóggang. Skógarmaður var dæmdur úr byggð, dæmdur til
vistar í villtri náttúru sem var andstæða hins siðaða samfélags í byggð,
hann var um leið útlagi, utan laga og réttar. Á hinu villta svæði mátti auk
útlaga vænta trölla, illvætta og gjörninga, og má t.d. finna þess dæmi í sög-
um eins og Grettis sögu og Bárðar sögu Snæfellsáss, en einnig í Vínlands-
sögum og fleiri sögum sem gerast að einhverju leyti á Grænlandi eða öðr-
um fjarlægum stöðum. Með nokkrum hætti má segja að tröll og afturgöng-
ur hafi verið í flokki með skógarmönnum og öðrum utangarðsmönnum, og
má sjá skýrt dæmi um slíkan hugsunarhátt í Eyrbyggja sögu, þegar settur
er dómur yfir draugum og þeir dæmdir til að hafa sig á braut af heimili lif-
andi fólks, og gera það.
Í Við og veröldin er ein lína á bls. 97 helguð hugmyndum um eyðimerk-
ur og skóga sem villt svæði og vitnað til rits eftir franska miðaldafræðing-
inn Le Goff. Rit hans og fleiri fræðimanna staðfesta að hugmyndin er al-
kunn og ekki séríslensk, en þó mundi ég halda að enn meira máli skiptu hér
íslenskar heimildir og fyrri rannsóknir á þeim. Vissulega er hér fjallað um
fólk sem skilgreint er „á jaðrinum“ (bls. 320–325), en það snýst aðallega um
útlendinga og utanhéraðsmenn.
Þótt sú heimsmynd sem skiptir veröld í Ásgarð, Miðgarð og Útgarð, og
lesa má um í Snorra Eddu og óljósar í ýmsum fornum kvæðum, hafi auð-
vitað verið úrelt meðal þeirra sem vel voru að sér í kristnum fræðum þeg-
ar kemur inn á tólftu öld, er hún formgerðarlega tengd þessum hugmynd-
um um það sem er innan garðs og utan og um byggð og óbyggð, og á senni-
lega rætur sínar þar eins og Gurévitsj heldur fram.
Ég sakna þess að ekki skuli hér gerð tilraun til að kanna þá grunnform-
gerð umheimsins, sem ég hef nú stuttlega lýst, hvernig menn skiptu hinum
„H V E R V E G U R A Ð H E I M A N E R V E G U R H E I M“ 213
4 Gurevich, A.J., Categories of Medieval Culture. Transl. G.L. Campbell (London
1985), bls. 47.
5 Ég er hér einkum með í huga ritið Culture and History in Medieval Iceland (Ox-
ford 1985).
Saga haust 2005-NOTA 23.11.2005 20:11 Page 213