Saga - 2005, Side 214
nálæga, skynjaða heimi í svæði út frá sínum eigin stað, svæði sem voru
hugmyndafræðilega gildishlaðin. Með því móti hefði höfundur getað gefið
riti sínu aukna sögulega dýpt.
Þegar kemur að sjálfsmyndinni langar mig til að gera að umræðuefni
orðið ‘ætt’. Það tengist heimilinu, því að þar koma saman tvær ættir og til
verður ný í samfélagi sem er sjálfmiðjað eins og hið íslenska (það er, menn
skilgreina ætt sína út frá báðum foreldrum en ekki miðað við einn forföð-
ur). Þegar fjallað er um heimsmynd og sjálfsmynd er athyglisvert að orðið
ætt/átt er tvírætt, merkir bæði stefnu, hvaðan eitthvað, t.d. vindurinn,
kemur og hvert það fer, og svo tengsl kynslóðanna, vísar til forfeðra og af-
komenda. Auðvitað gerir doktorsefni sér ljósa grein fyrir því að ættin og
þar með fortíðin skiptir miklu máli fyrir sjálfsmynd einstaklingsins. Þannig
segir hér á bls. 92: „Tengsl einstaklingsins við forfeður sína gerir það að
verkum að fortíðin persónugerist í honum.“
Þetta er athyglisverð setning og virðist falla mjög vel að þeirri ættarvit-
und sem fær útrás í ættartölum íslenskra fornrita, og bendir til að mjög
margir Íslendingar, a.m.k. þeir sem töldu sig til höfðingja, hafi haft sjálfsvit-
und sem spratt af þeirri mynd sem þeir gerðu sér af forfeðrum sínum, sbr.
það sem segir skömmu síðar (bls. 96):
Í sagnaritum frá miðöldum er lögð áhersla á að sýna hvernig einstak-
ir eiginleikar gangi í arf, þó að það gerist einkum í beinan karllegg (á
ekki endilega við í íslenskum sagnaritum). Þannig bera konungasög-
ur oft svip af langfeðgatali. Þetta hafði áhrif á túlkun sögulegra at-
burða. Það var ekki aðeins samfélag höfðingja sem byggðist á ætt-
rakningu frá göfugum forfeðrum, heldur var öll veröldin þannig, tím-
inn var röð kynslóða og þannig eign manna, ekki yfirnáttúrlegra afla.6
Ef fortíðin persónugerist í einstaklingnum, hefði þá ekki verið ástæða til að
gefa enn meiri gaum þeim ritum sem fjalla um uppruna Íslendinga? Íslend-
ingabók, Landnámu og frásögum af Íslendingum yfirleitt, sem allar geyma
mikla ættfræði eða áttvísi, en skipa hér tiltölulega lítið rúm miðað við ýms-
ar furðusögur úr fjarlægum löndum. Í þessu sambandi hljóta einnig að
skipta máli þær hugmyndir um uppruna norrænna manna (a.m.k. nor-
rænna höfðingja) sem koma fram í prólóg Snorra Eddu og upphafi Yng-
linga sögu. Ættfræðiáhugi Íslendinga á öllu því tímabili sem hér er til um-
ræðu kemur fram í ættartölum, áttvísi. Spurningin hvaðan komum við og
hvert förum við? er spurning um ætt og átt, spurning um sjálfsmynd og
heimsmynd. Þótt höfundur minnist allvíða á ætt þykja mér athugasemdir
um þetta efni of yfirborðslegar og dreifðar.
V É S T E I N N Ó L A S O N214
6 Hér vísar doktorsefni í rit eftir Ernst Bloch og tvo aðra miðaldafræðinga til
staðfestingar og hefði nú kannski líka verið hægt að finna eitthvað um efnið í
ritum íslenskra fræðimanna, t.d. í Íslenzkri menningu Nordals sem varla er
nokkuð rædd eða notuð hér.
Saga haust 2005-NOTA 23.11.2005 20:11 Page 214