Saga - 2005, Page 219
Heiðrún Geirsdóttir, Jón Gunnar Þorsteinsson og Margrét Gunnars-
dóttir, ÞÆTTIR ÚR MENNINGARSÖGU NB (Margrét Tryggvadóttir
sá um myndaritstjórn og Alda Lóa Leifsdóttir hannaði kápu). Nýja
bókafélagið. Reykjavík 2004. 224 bls. Myndaskrá, atriðisorðaskrá,
nafnaskrá.
Ég hef kennt menningarsöguáfangann SAG303 síðan námskrá framhalds-
skóla var breytt árið 1999. Ég var því búinn að kenna áfangann nokkuð oft
án kennslubókar eins og margir kollegar mínir þegar þessi kennslubók
kom út. Þegar áfanginn leit dagsins ljós var umdeilt hvort nauðsynlegt væri
að hafa sérhæfða kennslubók fyrir hann. En flestir fögnuðu þó tilkomu
hvers kyns efnis sem nota mætti við kennslu í áfanganum. Bókin Þættir úr
menningarsögu er góður valkostur fyrir okkur sögukennara, valkostur segi
ég þar sem sú ákvörðun að velja hana sem kennslubók getur lokað á
frekara efnisval kennarans sem gert er ráð fyrir í námskrá.
Eftir að námskráin kom út voru m.a. uppi hugmyndir um bæklinga eða
stutt hefti þar sem tekið væri á þeim viðfangsefnum sem námskrá gerir ráð
fyrir að tekin séu til umfjöllunar í menningarsögunni. Tilraun til útgáfu
þemahefta hefur verið gerð af þessum sama útgefanda, en það var kennslu-
efni fyrir SAG103. Eftir því sem ég best veit var þeirri tilraun lítt fagnað,
það er, fáir tóku þemaheftin til notkunar. Þar voru sumpart á ferðinni deil-
ur um túlkun á námskrá, þar sem tókust á viðhorf annars vegar þeirra sem
vildu kenna byrjunaráfangana SAG103 og SAG203 sem yfirlitssögu og hins
vegar þeirra sem vildu leggja áherslu á ákveðin þemu og fara dýpra ofan í
efnið. Hvort tveggja má segja að sé leyfilegt samkvæmt námskrá. Hvað sem
því líður þá á menningarsagan ekki að vera yfirlitssöguáfangi. Spurningin
er því, hvernig er þessi nýja bók upp byggð?
Þættir úr menningarsögu er ferðalag um menningu hins svokallaða vest-
ræna heims, frá vöggu hennar í Grikklandi hinu forna og til nútímans.
Helstu viðkomustaðir eru að sjálfsögðu stærstu „dreifingaraðilarnir“
Rómaveldi og kirkjan, auk þess sem lítillega er fjallað um menningarheim
íslams. Þá er komið að endurreisninni og síðan nokkurs konar þróun
menningarinnar til dagsins í dag. Eins og áður kom fram er þetta saga vest-
rænnar menningar þannig að ekki er fjallað um aðra menningarheima í
bókinni nema þar sem þeir skipta hinn vestræna heim einhverju máli, svo
Saga XLIII:2 (2005), bls. 219–243.
R I T D Ó M A R
Saga haust 2005-NOTA 23.11.2005 20:11 Page 219