Saga - 2005, Page 222
um samt ekki gleyma öðrum menningarheimum, þeim fjölmörgu sem ekki
eru teknir fyrir í bókinni. Áfanginn verður líka að byggjast áfram á verk-
efnavinnu nemenda eins og kveðið er á um í námskrá. Þess vegna má
kennslubókin ekki flækjast fyrir markmiðunum. Svo lengi sem við kennar-
ar erum meðvitaðir um það þá er efniviður eins og Þættir úr menningarsögu
kærkominn.
Björn Gísli Erlingsson
Torfi H. Tulinius, SKÁLDIÐ Í SKRIFTINNI. SNORRI STURLUSON
OG EGILS SAGA. Íslensk menning 3. Ritröð ReykjavíkurAkademí-
unnar og Hins íslenska bókmenntafélags. Ritstjórar Jón Karl Helgason
og Adolf Friðriksson. Reykjavík 2004. 292 bls. Myndir. Tilvísanir
aftanmáls. Heimildaskrá, myndaskrá og nafnaskrá.
Strax á fyrstu síðum þessarar bókar skynjar lesandinn að hér er harla
óvenjulegt fræðirit á ferð. Atburður er settur á svið. Við erum stödd við
nýreista kirkju að Mosfelli um árið 1130. Það þótti tíðindum sæta að undir
altari kirkjunnar að Hrísbrú þar skammt frá höfðu fundist stórgerð manna-
bein, næstum því tröllsleg, og töldu elstu menn á staðnum að þarna væru
komin bein kappans og skáldsins Egils Skalla-Grímssonar. Ráðgáta verður
til sem gengur síðan eins og rauður þráður í gegnum allt verkið: Hvernig
stóð á því að jarðneskar leifar heiðins manns voru lagðar í jörðu á þeim stað
sem helgastur var í hverri kirkju, undir altarinu, þar sem einvörðungu
helgum mönnum var ætlað að hvíla? Sá sem leysir þessa ráðgátu er kom-
inn með lykil að lausn sögunnar. Þetta byrjar eins og dularfull spennusaga
eins og þær gerast vinsælastar nú um stundir.
Holrými það sem geymdi leifar dýrlings og í þessu tilviki einnig bein
Egils Skalla-Grímssonar nefndist á latínu confessio. Torfi Tulinius hefur rek-
ist á eina heimild þar sem confessio í þessu samhengi er þýtt með orðinu
skrift. Þetta orð, skrift, gat haft ýmsar aðrar merkingar: það að rita og það
sem ritað var, máluð mynd, játning syndar og refsing sem gengist var und-
ir til að bæta fyrir syndirnar. Margræðni þessa orðs verður Torfa síðan til-
efni frjórra hugleiðinga.
Í fyrri hluta bókarinnar gerir hann grein fyrir byggingu og innra sam-
hengi Egils sögu eða „beinagrindinni“ eins og hann kýs að kalla það, enda
hefst bókin á uppgreftri, og síðan ræðir hann um „vefi textans“ og texta-
tengsl þar sem beinagrindin fær hold og blóð, mál og merkingu. Hann vís-
ar þeirri skoðun ýmissa fræðimanna á bug að Egils saga sé sundurlaust
verk og ruglingslegt, einkum seinni hlutinn. Hún sé þvert á móti þaulhugs-
uð að formi til, ekki ósvipuð drápu í byggingu, með reglubundnum stefja-
bálkum. Þetta á ekki einungis við um ytri byggingu sögunnar heldur er
R I T D Ó M A R222
Saga haust 2005-NOTA 23.11.2005 20:11 Page 222