Saga - 2005, Síða 228
ið í landinu 1640–1690 (bls. 16). Að mínu mati væri réttara að láta þessu
þenslutímabili ljúka um 1670 en benda hins vegar á nýtt en stutt þenslu-
skeið, 1680–1685.
Eins og áður er getið erum við Helgi ósammála um sitthvað sem varð-
ar viðskipti og utanríkisverslun. Hér ber fyrst að nefna verslunarfélagið
sem starfaði hér á landi 1620–1662. Vissulega er það rétt að verslunarfélag
þetta átti í miklum erfiðleikum á seinni hluta starfstímabils síns, 1640–1660,
en það var nær eingöngu vegna óheppilegra styrjalda Danakonungs og
segja má að verslunareinokunin hafi að miklu leyti horfið á tímabilinu
1640–1660, og raunar lagðist dönsk verslun hér af frá 1658 til 1660/1662. En
að öðru leyti er það álit mitt að þessu verslunarfélagi hafi vegnað prýðilega,
einkum framan af. Það skal að vísu viðurkennt að báðir erum við hér að spá
í eyður því að heimildir um þessi ár eru svo til horfnar, enda tíðir brunar í
Kaupmannahöfn á þessum tíma. En verslunarfélag þetta naut margs konar
fríðinda, slapp t.d. við allar þær miklu álögur sem konungur lagði síðar
meir á kaupmenn og verslunarfélög og þar að auki kom það sér upp öflug-
um hafskipaflota, en þess ber að geta að einokunarkaupmenn 18. aldar áttu
yfirleitt ekki þau skip sem þeir notuðu til siglinga.
Ég saknaði óneitanlega að Helgi minntist hvergi á hlutverk Glückstadts
á þessum árum, en á þriðja áratug 17. aldar var Glückstadt gerð að helsta
viðtökustað útfluttrar íslenskrar skreiðar og það var einmitt með sam-
komulagi Hans Nansens, sem var helsti leiðtogi þessa verslunarfélags, sem
hann gerði við kaupmenn í Hamborg um 1630, að Hamborgarverslunin fór
að skila kaupmönnum miklum ábata.
Helgi segir margsinnis að á 17. öldinni hafi verið lítill markaður fyrir ís-
lensku skreiðina (sjá t.d. bls. 33, 42 og 69). Þetta hefur hann eftir Jóni Aðils,
sem nefnir þessa markaði á einum stað í hinni frægu bók sinni Einokunar-
verzlun Dana á Íslandi 1602–1787 (1919), og styðst þar við mjög takmarkað-
ar heimildir. Þetta er að mati mínu hæpin skýring. Alla vega vitum við að
á 18. öld kvörtuðu Hamborgarkaupmenn stöðugt undan skorti á Íslands-
skreið og töldu sig geta selt miklu meira af henni en þeir fengu í hendur.
Síðan greinir okkur Helga nokkuð á um þýðingu launverslunar. Mér finnst
hann gera of mikið úr henni en þessi verslun er þeirrar gerðar að eiginlega
má koma með hvaða kenningu sem er um hana, því að heimildir um hana
eru einfaldlega mjög litlar eðli málsins vegna!
Nú er eiginlega athugasemdum um bókarhluta Helga lokið og undirrit-
aður er smeykur um að hann fari að endurtaka hrósyrðin. Þess ber þó að
geta að skrif Helga eru mjög misjöfn að gæðum. Ýmsu ber sérstaklega að
hrósa. Helgi sýnir fram á að verð á jarðarhundruðum og kúgildum hafi ver-
ið mjög sveigjanlegt og við kaupskap hafi oftast verið brotið gegn reglum
Búalaga (bls. 14). Í framhaldinu hefði mátt koma hugleiðing um Búalög
sem fyrirmynd verðlags fremur en raunverulegt verðlag. Markaðssveiflur
voru víðar en á jörðum og búpeningi, þvert á góðar og gamlar venjur. Það
R I T D Ó M A R228
Saga haust 2005-NOTA 23.11.2005 20:11 Page 228