Saga - 2005, Page 230
Heimir Þorleifsson, PÓSTSAGA ÍSLANDS 1873–1935. Íslandspóstur.
Reykjavík 2004. 424 bls. Myndir, teikningar, uppdrættir, súlurit, út-
dráttur á ensku, myndaskrá, mannanafnaskrá.
Saga íslenskra póstmála hefur til skamms tíma ekki verið fyrirferðarmikil
á prenti. Árið 1951 gaf póst- og símamálastjórnin út smáritið Póststofnun á
Íslandi 175 ára: 1776 – 13. maí – 1951 eftir Guðmund Hlíðdal póst- og síma-
málastjóra til að minnast þess að 175 ár voru liðin frá upphafi opinberrar
póstþjónustu í landinu. Margir þekkja ritið Söguþættir landpóstanna sem út
kom í þremur bindum um miðja síðustu öld en þar er ekki um að ræða
fræðirit (ef frá er talið stutt yfirlit yfir póstsögu Íslands) heldur frásagnir af
ferðum og mannraunum þeirra sem báru uppi póstkerfið vítt og breitt um
landið fram á 20. öld. Árið 1996 voru póstmálunum aftur á móti gerð ítar-
leg skil í Póstsögu Íslands 1776–1873 eftir Heimi Þorleifsson sagnfræðing.
Það var Póst- og símamálastofnun sem hafði forgöngu um þá útgáfu og nú
hefur Íslandspóstur, sem tók við póstþjónustuhlutverki Póst- og síma-
málastofnunar, bætt um betur og gefið út framhald þess rits eftir sama höf-
und.
Upphaf þess tímabils sem Póstsaga Íslands 1873–1935 tekur til markast
af því að þá varð til sjálfstæð innlend póstþjónusta en Danir fóru áfram
með utanríkisþátt hennar til 1920. Lok tímabilsins helgast af sameiningu
póst- og símaþjónustunnar. Milli 1873 og 1935 tók skipan póstmála engum
grundvallarbreytingum þótt vissulega kæmu til sögunnar ýmsar nýjungar
í dreifingu pósts samfara bættum samgöngum og vexti þéttbýlis.
Sérstaða Íslands í póstflutningum fólst í því að lengi vel voru engir sjálf-
stæðir aðilar sem störfuðu við flutning á fólki eða vörum á landi og því
urðu yfirvöld að skipuleggja og kosta póstflutninga á landi upp á eigin
spýtur. Þetta breyttist ekki að ráði fyrr en rekstur hópferðabíla hófst að
marki um og upp úr 1930. Hinar ófullkomnu samgöngur höfðu í för með
sér lakari póstþjónustu hér á landi en víða erlendis. Öðru máli gegndi um
póstflutninga til og frá landinu, því að einkaaðilar voru fyrirferðarmiklir í
rekstri flutningaskipa og nýtti póststjórnin sér það óspart.
Höfundur Póstsögu gerir ágæta grein fyrir uppbyggingu póstkerfisins
og bókin veitir góða innsýn í vinnu þeirra sem störfuðu við póstdreifingu
um land allt. Starfsmennirnir voru sannarlega ekki öfundsverðir af hlut-
skipti sínu. Vinna þeirra var erilsöm og krefjandi, aðstæður erfiðar, launin
lág og þeir urðu í mörgum tilvikum að leggja til húsnæði undir póststöðv-
ar gegn lítilli sem engri þóknun. Máli sínu til stuðnings tilfærir höfundur
fjölmörg dæmi úr bréfasöfnum póstyfirvalda, sum hver ábyggilega sláandi
nútímafólki. Ekki er furða þótt oft hafi reynst erfitt að ráða menn til starfa
og algengt að þeir vildu losna úr starfi eftir eitt ár eða svo. Nú til dags hef-
ur fólk tilhneigingu til að líta á ýmsa opinbera þjónustu sem sjálfsagðan
R I T D Ó M A R230
Saga haust 2005-NOTA 23.11.2005 20:11 Page 230