Saga - 2005, Page 232
frek sé en á ekki að ala af sér skrautleg þunnildi til að þjóna duttlungum yf-
irmanna eða annarra sem að málum koma. Aftur á móti er vafamál hvort
viðkomandi stofnanir eru rétti aðilinn til að gefa út slík rit, m.a. vegna þess
að oft verður misbrestur á því að ritin fái viðunandi kynningu og dreifingu.
Umbrot og allur frágangur bókarinnar er til fyrirmyndar og hefur
greinilega verið lögð mikil vinna í að afla mynda. Í myndaskrá eru um 250
ljósmyndir og eru þá ótaldar myndir af munum og skjölum, auk teikninga
og uppdrátta. Myndefnið er upplýsandi, jafnvel smáar myndir og teikning-
ar á spássíum. Með natni og útsjónarsemi hefur tekist að koma þessu öllu
haganlega fyrir þótt brotið sé ekki nema miðlungi stórt. Fyrir vikið er yfir-
bragð bókarinnar létt og smekklegt, nokkuð sem ekki skyldi vanmeta þeg-
ar fræðirit eru annars vegar. Bæði bindi Póstsögunnar hafa enda fengið góða
dóma og hlotið viðurkenningar í flokki fræðirita á frímerkjasýningum er-
lendis.
Arnþór Gunnarsson
Inga Dóra Björnsdóttir, ÓLÖF ESKIMÓI. ÆVISAGA ÍSLENSKS
DVERGS Í VESTURHEIMI. Mál og menning. Reykjavík 2004. 275 bls.
Mynda- og nafnaskrá.
Á undanförnum árum hafa ævisögur verið í mikilli tísku í íslenskri bóka-
útgáfu. Meðal annars hafa mannfræðingar snúið sér að ævisagnagerð. Er
skemmst að minnast bóka Sigríðar Dúnu Kristmundsdóttur um Björgu C.
Þorláksson og Gísla Pálssonar um Vilhjálm Stefánsson. Fyrir síðustu jól
kom svo út bók Ingu Dóru Björnsdóttur mannfræðings um Ólöfu Sölva-
dóttur (1858–1935) frá Ytri-Löngumýri í Húnavatnssýslu sem um aldamót-
in 1900 gat sér orð fyrir að vera eini eskimóinn í Bandaríkjunum.
Áður höfðu Vilhjálmur Stefánsson og Sigurður Nordal fjallað um ævi
Ólafar, Vilhjálmur í bók sinni Adventures in Error (1936) og Sigurður í Þætti
af Ólöfu Sölvadóttur (1945). Tilgangur Vilhjálms var að fletta ofan af blekk-
ingum Ólafar og leiðrétta þann ruglanda sem hún hafði borið á borð
Bandaríkjamanna, ekki síst skólabarna, um líf og störf inúíta. Vilhjálmur
beinir þó ekki spjótum sínum að Ólöfu heldur að fáfræði þeirra sem létu
blekkjast af frásögnum hennar þegar aðrar betri heimildir um lífskjör inúíta
voru handbærar. Lýsir Vilhjálmur í greininni um Ólöfu hvernig hann smám
saman öðlaðist betri vitneskju um eskimóann Ólöfu eftir að hann hafði
fyrst heyrt á hana minnst. Sigurður flutti hins vegar útvarpserindi um
Ólöfu, sem síðar var sérprentað, og byggðist það einkum á grein Vilhjálms
þótt hann bætti við upplýsingum, sem hann hafði aflað sér um ættmenni
Ólafar í Húnaþingi, og drægi ályktanir um gengi hennar sem fyrirlesara í
Bandaríkjunum út frá því menningarumhverfi sem hún var sprottin úr. Sló
hann á svipaða strengi og menntamenn höfðu lengi gert hér á landi, að ís-
R I T D Ó M A R232
Saga haust 2005-NOTA 23.11.2005 20:11 Page 232