Saga - 2005, Side 233
lensk alþýðumennt og menning stæðist fullkomlega samanburð við skóla-
lærdóminn vestanhafs.
Vilhjálmur Stefánsson hafði grafið upp flestar þær heimildir sem um
Ólöfu er að finna. Engin bréf frá hennar hendi eru varðveitt og engin dag-
bók. Það skortir því þær einkaheimildir sem ævisögur eru gjarnan reistar á.
Viðbætur Ingu Dóru við frásagnir þeirra Vilhjálms og Sigurðar eru því
einkum tvenns konar: Annars vegar fléttar hún saman sögu Ólafar, íslenskt
sveitasamfélag, vesturferðir, rannsóknir á Norðursvæðum, Slayton-um-
boðsskrifstofuna, sem Ólöf vann fyrir, samfélagsstöðu dverga og frásagnir
um þekkta menn sem villtu á sér heimildir, og hins vegar sviðsetur hún og
leggur sögufólkinu til skoðanir og hugmyndir. Inga Dóra hefur þó fundið
stutta ævisögu Ólafar eskimóa eftir Albert S. Post, Olof Krarer, The
Esquimaux Lady, A Story of Her Native Home. Þessi ævisaga var gefin út árið
1887, ellefu árum eftir að Ólöf kom til fyrirheitna landsins og aðeins þrem-
ur árum eftir að hún endurskapaði sig og varð eskimói. Heimild þessa
þekkti Vilhjálmur ekki. Er hún til sanninda um hversu fljótt Ólöfu tókst að
skapa sér nafn sem fyrirlesari í Ameríku og sýnir hversu lítið frásögn henn-
ar breyttist á þeim árum sem hún vann fyrir sér sem slíkur þegar ævisagan
er borin saman við yngri heimildir um frásögn hennar frá Grænlandi.
Með því að tengja líf og störf Ólafar við umhverfi hennar, bæði hér á
landi og vestanhafs, bregður Inga Dóra skýru ljósi á þau lífskjör sem dverg-
um voru sköpuð og hvaða möguleikar kvendvergar áttu til að sjá sér far-
borða. Saga Ólafar er sögð sem hetjusaga — saga konu sem var fædd fötl-
uð og í fátækt en tókst að komast í álnir og verða viðurkennd sem einn eft-
irsóttasti fyrirlesari fullorðinsfræðsluhreyfingarinnar fyrir vestan — að
vísu með blekkingum. Ingu Dóru tekst vel að lýsa hvernig þessi blekk-
ingarleikur hófst og hvernig Ólöfu tókst að halda honum áfram í fjölda ára
án þess að hún væri nokkru sinni afhjúpuð í lifanda lífi. Rekur Inga Dóra
hvernig aðstæður höguðu því svo að enginn hafði sérstakan hag af því að
fletta ofan af henni, heldur gátu menn nýtt sér eskimóasögur hennar.
Þótt farið sé að fyrnast yfir skrif Vilhjálms Stefánssonar og Sigurðar
Nordals um Ólöfu er ekki auðvelt að taka upp Ólafarþráðinn þar sem þeir
skildu við hann, tveir svo snjallir rithöfundar. En bók Ingu Dóru er vel sögð
og skemmtileg aflestrar. Gallar bókarinnar tengjast þó því að Inga Dóra vill
semja fræðirit við alþýðuskap. Dæmi um það eru sviðsetningar sem byggj-
ast á litlum heimildum. Bókin hefst á forspjalli um William Jennings Bryan,
ræðuskörung, forsetaframbjóðanda og einn atkvæðamesta leiðtoga
demókrata í Bandaríkjunum um aldamótin 1900. Frásögn Ingu Dóru grein-
ir frá fundi þeirra Bryans og Ólafar og byggist á heimild sem Vilhjálmur
Stefánsson aflaði sér um að þau hefðu hist einu sinni á brautarpalli og
Bryan hjálpað Ólöfu um borð í farþegalest. Hvergi kemur fram að þau hafi
annars þekkst heldur hafi þau haldið fyrirlestur sama dag á sama stað fyr-
ir fullorðinsfræðsluhreyfinguna. Frásögn Ingu Dóru er skálduð í kringum
R I T D Ó M A R 233
Saga haust 2005-NOTA 23.11.2005 20:11 Page 233