Saga - 2005, Page 242
Oft hefur þýðendum tekist vel í glímu sinni við einstök hugtök; þó finn-
ast ýmis dæmi um miður velheppnaða eða nákvæma þýðingu á þeim. Að
mínum dómi væri betra að þýða „the fragmentation of the subject matter
of history …“ (bls. 7) sem tvístringur (eða sundurbútun) í stað „sundur-
greining á sögulegum viðfangsefnum …“ (bls. 18, sbr. og bls. 105), því að
„sundurgreining“ er stundum haft um „analysis“ og sjálfir nota þýðendur
það á einum stað yfir „divisions“ (bls. 129). Dæmi um óheppilega lausn á
þýðingarvanda er að nota „mannfjöldahegðun“ (bls. 122) fyrir „reproduc-
tive pattern“ (frekar „fólksfjölgunarmynstur“) og „mannvirki“ (bls. 150)
fyrir „construct constit uted through language“ (frekar „hugsmíð“).
Í nokkrum tilvikum hafa þýðendur gengið fram hjá íslenskri mynd
hugtaka sem er orðin nokkuð viðurkennd í íslensku fræðasamfélagi. Skulu
hér tíunduð þau tilvik sem mér finnast tilfinnanlegust. Þýðendur nota
„staðalmynd“ (bls. 141, 163) sem þýðingu á „ideal type“, lykilhugtaki hjá
Max Weber, í staðinn fyrir „kjörmynd“ (staðalmynd er aftur á móti viður-
kennd þýðing á „stereotype“); þá nota þeir „yfirráð“ (bls. 127) yfir „hege-
mony“ í staðinn fyrir „forræði“; „framleiðsluhættir“ (bls. 155) yfir „means
of production“ (í marxískri kenningu) í staðinn fyrir „framleiðsluöfl“;
„sundurgerð“ (bls. 180) í staðinn fyrir „sundurleitni“ (sem andheiti við
„einsleitni“). Í þessu sambandi má líka spyrja hvers vegna þýðendur not-
uðust ekki við fyrirliggjandi íslenska þýðingu á „Drögum á gagnrýni á
þjóðhagfræði“ eftir Marx (í: Úrvalsrit, 1. b. (Rv. 1968)) þegar Iggers vitnar
beint (bls. 95–96) til málsgreinar í því riti (stendur þar á bls. 241–242).
Textinn er ekki laus við það sem orkar á mig sem klúður í orðalagi; tjó-
ar víst ekki um að fást enda nokkuð háð smekk hvers og eins. Beinar mál-
villur eru fáar en koma þó fyrir (dæmi bls. 153 „… ógn stæði að sagnfræð-
inni, frá póstmódernismanum … ( í stað: „… ógn steðjaði að sagnfræðinni
…“; bls. 154 „… sem lét sig litlu varða um pólitíska umgjörð …“ ( í stað „lét
sig pólitíska umgjörð litlu varða …“). Ekki óskylt þessu er ónákvæmni í
notkun þriðju persónu fornafna þegar þau eru látin vísa til frumlags í und-
anfarandi málsgrein (sjá t.d. bls. 66, 89, 104, 134, 148).
Prófarkalestri textans er því miður mjög áfátt. Eiginlegar prentvillur
eru margar og allmörg dæmi eru um að smáorði (og, að, við) sé ofaukið
þannig að merking verður óljós eða brengluð (sjá bls. 102, 120, 173). Óreglu-
bundin kommusetning í textanum vinnur beinlínis gegn því sem ætti að
vera markmið kommusetningar, þ.e. að greiða fyrir viðtöku hans. Einkar
hvimleið eru dæmi um prentvillur í sérnöfnum eða ártölum sem fyrir
koma, sjá Vidal de la Blache bls. 64 (í stað Blanche, þannig rétt í nafnaskrá,
bls. 195); Rukowski (s. 97) í stað Rutkowski (þannig í nafnaskrá). Í nafna-
skrá fær félagsfræðingurinn Bourdieu skakkt skírnarnafn, Paul í stað Pi-
erre. Þetta ætti að sönnu ekki að valda ruglingi; verra er þegar þýska orðið
„Geschichtsschreibung“ — „sagnritun“ — afbakast í „Gesichtsschreibung“
(bls. 115), sem þýðir orðrétt „andlitsritun“! Þýðingarvilla (eða stafsetning-
R I T D Ó M A R242
Saga haust 2005-NOTA 23.11.2005 20:11 Page 242