Saga - 2005, Page 243
arvilla?) er á bls. 162 þar sem „… at the turn to the sixteenth century“ heit-
ir í þýðingunni „um aldamótin 1600“ (í stað 1500).
Lofa ber þýðendur fyrir að birta í meginmáli titil bóka, frumsaminna á
frönsku, þýsku eða ítölsku, á frummálinu þar sem Iggers hefur oftast not-
ast við ensk heiti. (Ekki er þó fullt samræmi í þessu hjá þýðendum, sbr. bls.
70: Structures of Everyday Life eftir F. Braudel; bls. 75: The Triumpf of the Bour-
geoisie eftir Ch. Morazé; bls. 130: The Civilizing Process eftir N. Elias). Þá
sjaldan Iggers tilgreinir titilinn á frummálinu, yfirfærir hann oftast amer-
ískan rithátt á titil franskra bóka, þ.e. skrifar upphafsstaf í einstökum orð-
um hans, t.d. La Société Féodale (sjá Iggers 1997, bls. 158, aftanmálsgr. 12) í
stað La société féodale. (Í þessu dæmi hefur Iggers reyndar orðið það á í mess-
unni að vísa til skakks rits eftir Marc Bloch, þ.e. ofangreinds í stað L’étrange
défaite; þessi skekkja endurtekur sig í íslensku útgáfunni). Má vera að til of
mikils sé ætlast að þýðendur hefðu leiðrétt hinn enskuskotna rithátt höf-
undar (sjá bls. 65, 75–76, neðanmálsgr. 40, 43, 47).
Hið síðasta varðandi frágang textans sem hér skal minnst á lýtur að
ósamræmi í notkun eignarfallsendinga í mannanöfnum. Þýðendur hafa
tekið þann kost, skynsamlegan að mínu viti, að bæta eignarfallsessi við föð-
urnafn (ættarnafn) karlmanna; en nokkuð skortir þó á samkvæmni í þessu
(sjá bls. 55, 56, 129, 137, 138).
Hér hefur verið fjölyrt nokkuð um þýðingu einstakra hugtaka og frá-
gang textans. Við þýðinguna má una allvel þegar á heildina er litið, en frá-
gangi textans er áfátt í svo mörgum greinum að ágallarnir bitna á útgáfunni
í heild. Allt um það hljóta sagnfræðingar og áhugamenn um sagnfræði að
fagna því mjög að ráðist skyldi í útgáfu verksins á íslensku. Mun leitun að
riti sem betur er fallið til að kynna mönnum í knöppu yfirliti stefnur og
strauma í sagnritun á öldinni sem leið.
Loftur Guttormsson
R I T D Ó M A R 243
Saga haust 2005-NOTA 23.11.2005 20:11 Page 243