Saga - 2005, Page 249
yfir öll ár lærða skólans, þ.e. frá vori 1847 til vors 1909, var svo skilað til
Þjóðskjalasafns árið 1930. Árið 1909 markast af því, að það ár voru síðustu
stúdentar lærða skólans útskrifaðir og 1910 komu síðan fyrstu stúdentar
Hins almenna menntaskóla í Reykjavík, sem tók við af lærða skólanum.
Allir þessir pakkar með úrlausnum nemenda voru ásamt ýmsum öðrum
gögnum skólans geymdir í nokkra áratugi í kjallara Safnahússins við
Hverfisgötu og rykféllu þar. Sigfúsi Hauki Andréssyni skjalaverði var falið
að skrá gögn Bessastaðaskóla og Reykjavíkurskóla og lauk hann því verki
árið 1992. Prófúrlausnirnar voru einna fyrirferðarmestar af þessum gögn-
um og kom hann þeim fyrir í 123 öskjum.
Tildrög bókarinnar Landsins útvöldu synir voru þau að höfundur henn-
ar, Bragi Þorgrímur Ólafsson, segist hafa skoðað skólaskýrslur Lærða skól-
ans og þá veitt athygli verkefni í íslenskum stíl frá árinu 1857, sem var á
þessa leið: „Hverja nytsemi geta ungir menn haft af námi mannkynssög-
unnar“. Hann komst síðan að því að úrlausnir á þessu verkefni voru til.
Þær leitaði hann uppi í Þjóðskjalasafninu og afraksturinn af því varð mikil
og ágæt bók, sem út kom árið 2004.
Bókin Landsins útvöldu synir hefst á gagnlegum, 30 síðna inngangi, þar
sem skólalífi í Lærða skólanum er lýst. Höfundur styðst þar við ýmis skrif
sem birst hafa um þetta efni. Raunar hefur meira verið fjallað um þetta
skólalíf, kennara og nemendur, en flest annað í íslenskri sögu. Þetta helgast
af því, að nær allir menntamenn sem skrifað hafa æviminningar sínar frá
19. öld hafa verið í Lærða skólanum og minnast lífsins þar ýmist að góðu
eða illu. Þá er auðvitað varðveittur mikill fjöldi bréfa, þar sem piltar segja
frá því sem var að gerast í skólanum. Einn þessara bréfritara, sem bókar-
höfundur hefur grafið upp, var Árni Thorsteinsson, síðar landfógeti, sem
var dimitteraður árið 1847. Hann lýsir fyrsta skólaárinu í nýja húsinu aust-
an við Lækinn en áður hafði hann verið í Bessastaðaskóla. Heldur þótti
Árna ónæðissamara í Reykjavíkurskóla og kvartar undan þeim þeytingi
sem var á piltum vegna þess að þeir þurftu að fara til snæðings oft á dag
niður í bæ. Reykjavíkurskóli var nefnilega heimavistarskóli án matarfélags.
Þegar inngangi sleppir taka við 26 kaflar, sem eru uppistaða verksins. Í
þeim hefur höfundur valið saman skyld efni úr ritgerðum nemendanna.
Lengi vel voru verkefnin í formi spurninga eins og þessum: „Í hverju er hjá-
trú fólgin? Hverjar eru afleiðingar hennar? Og með hverju á að bægja henni
burtu?“, „Hvað er öfund, og hvað er það sem menn tíðast öfunda aðra af?“
og „Því er það svo áríðandi að þekkja sjálfan sig og því svo örðugt?“. Sjálf-
sagt má ráða eitthvað í hugsanagang skólapiltanna og reyndar tveggja
stúlkna, sem voru í skólanum á þessum tíma, með því að skoða þessar rit-
gerðir. En það er fremur á verksviði sálfræðinga en sagnfræðinga. Ef sagn-
fræðingar hins vegar hyggjast leita að upplýsingum í þessum skrifum nem-
endanna má helst mæla með köflum eins og þessum: „Lýsingar á heima-
slóðum“, „Sveitalíf — bæjarlíf“, „Ferðalýsingar“ og „Kirkjulýsingar“. Í síðast-
R I T F R E G N I R 249
Saga haust 2005-NOTA 23.11.2005 20:11 Page 249