Saga - 2005, Síða 253
A F A Ð A L F U N D I S Ö G U F É L A G S 2 0 0 5
Aðalfundur Sögufélags var haldinn laugardaginn 24. september 2005 í húsi
félagsins og hófst hann kl. 14. Forseti félagsins setti fund og skipaði Svavar
Sigmundsson fundarstjóra. Síðan flutti forseti skýrslu stjórnar.
Frá því að síðasti aðalfundur var haldinn, 25. september 2004, er kunn-
ugt um að eftirtaldir níu félagsmenn hafa fallið frá: Gaukur Jörundsson
hæstaréttardómari, Gils Guðmundsson, rithöfundur og fyrrv. alþingismað-
ur, Guðsteinn Þengilsson læknir, Hallfreður Örn Eiríksson þjóðfræðingur,
Hörður Ágústsson, listmálari og fræðimaður, Jóhann Ásmundsson safn-
stjóri, Sigurður Baldursson lögfræðingur, Unnsteinn Beck hæstaréttardóm-
ari og Þorsteinn Gylfason heimspekingur. Fundarmenn vottuðu hinum
látnu félögum virðingu með því að rísa úr sætum.
Stjórnin var skipuð sömu mönnum og á starfsárinu á undan að öðru
leyti en því að Hulda S. Sigtryggsdóttir, ritari félagsins, gekk úr stjórn og
Sigrún Pálsdóttir sagnfræðingur tók sæti sem varamaður. Á fyrsta fundi
sínum skipti stjórnin með sér verkum. Ritari var kosinn Már Jónsson og
gjaldkeri Ragnheiður Kristjánsdóttir. Átta stjórnarfundir voru haldnir á
starfsárinu og tóku varamenn að vanda þátt í þeim.
Tímaritið Saga kom út í tveimur heftum á starfsárinu, haustið 2004 og í
september 2005. Ritstjórar eru Hrefna Róbertsdóttir og Páll Björnsson og
starfar ráðgefandi ritnefnd áfram með ritstjórunum. Bagalegur dráttur varð
á útkomu vorheftis Sögu 2005, en það kom ekki út fyrr en snemma í þess-
um mánuði. Er vonandi að óregla af þessu tagi endurtaki sig ekki.
Hausthefti Sögu 2004 er 258 blaðsíður að lengd. Helstu efnisflokkar eru:
Viðtal 9 s. (4%); greinar 112 s. (44%); viðhorf 28 s. (11%); sjónrýni, ítardóm-
ar og ritdómar 100 s. (41%). Greinarhöfundar eru Arnþór Gunnarsson,
Njörður Sigurðsson og Ólöf Garðarsdóttir. Vorhefti Sögu 2005 er 262 blað-
síður að lengd. Helstu efnisflokkar eru: Greinar 104 s. (42%); viðhorf 43 s.
(18%); sjónrýni, ítardómar, ritdómar og ritfregnir 99 s. (40%). Greinarhöf-
undar eru Eva S. Ólafsdóttir, Jón Árni Friðjónsson og Jósef Gunnar Sigþórs-
son. Hvað greinarnar áhrærir vekur athygli að þær eru flestar unnar upp úr
prófritgerðum höfunda.
Umrædd hefti Sögu eru gefin út í 900 eintökum. Til áskrifenda fara um
2/3 af upplaginu; lausasala er mjög takmörkuð enda hrannast upp birgðir
eldri árganga. Meðan útbreiðslan er ekki meiri en raun ber vitni, er á mörk-
unum að útgáfa Sögu standi undir sér. Þetta er allmikið áhyggjuefni þar
sem tímaritaútgáfan hefur löngum verið helsti tekjustofn félagsins. Fyrst
hún skilar nú engum afgangi, þrengist mjög um aðra útgáfumöguleika. Það
F R Á S Ö G U F É L A G I
Saga haust 2005-NOTA 23.11.2005 20:11 Page 253