Saga - 2005, Side 254
er því viðvarandi verkefni að afla Sögu áskrifenda, fyrst til þess að fylla í
skörð þeirra sem falla frá eða segja upp áskrift og síðan til þess að fjölga
þeim sem fyrir eru. Sagnfræðinemendum við Háskóla Íslands hefur um
árabil verið gefinn kostur á að gerast áskrifendur gegn hálfu gjaldi. Þetta er
gert til þess að koma þeim á bragðið, ef svo mætti segja, í von um að þeir
ánetjist tímaritinu til frambúðar. Að dómi okkar ætti það að vera sjálfsagt
mál fyrir alla sagnfræðinga að vera áskrifendur að Sögu, ekki aðeins til þess
að kynnast þannig efni ritsins á handhægan hátt heldur einnig til þess að
styðja við útgáfustarfsemi félagsins. En því miður virðist fagleg og félags-
leg skuldbinding af þessu tagi eiga undir högg að sækja á þessum tímum
einkahyggju og einkavæðingar.
Auk Söguheftanna gaf félagið út þrjú rit á starfsárinu. Fyrst er að nefna
Sýslu- og sóknalýsingar Mýra- og Borgarfjarðarsýslu. Guðrún Ása Grímsdóttir,
vísindamaður á Árnastofnun, bjó til prentunar Mýrahlutann en Björk Ingi-
mundardóttir, skjalavörður á Þjóðskjalasafni, Borgarfjarðarsóknirnar. Sögu-
félag og Örnefnastofnun gáfu ritið út sameiginlega og hafði Svavar Sig-
mundsson, forstöðumaður Örnefnastofnunar, umsjón með verkinu. Bókin
kom út í fyrra mánuði, glæsilegt og vandað rit (338 bls.) með 20 myndum
og ítarlegum skýringum neðanmáls við mörg atriði í lýsingunum. Eru fé-
lagsmenn eindregið hvattir til þess að eignast þetta rit sem og aðrar sýslu-
og sóknalýsingar, fjórar talsins, sem komið hafa út hjá félaginu undanfar-
inn áratug.
Með þessari útgáfu hafa komist á prent, fyrir tilstilli margra aðila, allar
sýslu- og sóknalýsingar sem Hið íslenska bókmenntafélag efndi til laust
fyrir 1840. Riðið var á vaðið með útgáfu Sýslu- og sóknalýsinga Gullbringu-
og Kjósarsýslu sem birtust í Landnámi Ingólfs 1937–1939. Í ráði er að Sögu-
félag og Örnefnastofnun gefi aftur út þessar lýsingar með skýringum, en
vera má að látið verði sitja við netútgáfu vegna þess hve prentuð heimilda-
útgáfa af þessu tagi reynist félaginu þungur baggi.
Á starfsárinu ákvað stjórn félagsins að hefja útgáfu svonefndra Smárita
Sögufélags. Rit í þessum flokki eiga að vera í styttra lagi, í notalegu vasabroti
og ódýr eftir því. Hið fyrsta í röðinni kom út í vor, Á hjara veraldar. Saga nor-
rænna manna á Grænlandi, eftir Guðmund J. Guðmundsson, sagnfræðing og
menntaskólakennara (140 bls.). Fjallar það um byggðir norrænna manna á
Grænlandi á miðöldum og afdrif þeirra. Annað smárit er væntanlegt í nóv-
ember, þ.e. lesútgáfa á Járnsíðu og Kristinrétti Árna Þorlákssonar sem Magn-
ús Lyngdal Magnússon og Már Jónsson sjá um útgáfu á. Báðir textarnir eru
frá síðari helmingi 13. aldar en hvorugur hefur birst á prenti síðan á 19. öld.
Það er von stjórnar að þessari nýjung í útgáfu verði vel tekið jafnt af félags-
mönnum sem öðrum, enda hefur lágt söluverð smáritanna að forsendu að
salan verði góð.
Loks er að geta þess að fyrir síðustu jól kom út 7. bindi af Sögu Íslands
sem Sögufélag er útgáfuaðili að ásamt Bókmenntafélaginu. Hvað almenna
F R Á S Ö G U F É L A G I254
Saga haust 2005-NOTA 23.11.2005 20:11 Page 254